Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
443. fundur 15. september 2022 kl. 08:15 - 09:46 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Elísabet Margrét Jónasdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
Lagt fram til kynningar.

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022 - 2022070005

Á 497. fundi bæjarstjórnar, þann 1. september 2022, voru samþykktar uppfærðar siðareglur kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Eru siðareglurnar nú lagðar fram til kynningar fyrir nefndinni.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísfjarðarbæjar starfsárið 2021-2022 - 2021090079

Lögð fram ársskýrsla Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Staða leikskólamála við Skutulsfjörð 2022 - 2022040041

Kynnt minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 12. september 2022, er varðar fjölgun barna í leikskólum við Skutulsfjörð.
Fræðslunefnd vísar málinu til bæjarráðs til samþykktar.

5.Skóladagatal leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022030146

Lagt fram nýtt skóladagatal fyrir leikskólana Sólborg og Eyrarskjól á Ísfirði þar sem óskað er eftir breytingum á starfsdögum vegna námsferðar kennara á leikskólanum Sólborg. Leikskólakennaranemar leikskólans verða í prófum í lok apríl og því er óskað eftir færa námsferð kennara fram í miðjan maí.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar.

6.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lagðar fram til umræðu hugmyndir að gjaldskrá skólasviðs Ísafjarðabæjar frá 1. janúar 2023.
Önnur umræða um gjaldskrá tekin. Starfsfólki skólasviðs falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund.

7.Beiðni um aukningu á stöðugildum vegna sérkennslu á leikskólanum Eyrarskjóli 2022 - 2022090009

Kynnt erindi Ingibjargar Einarsdóttur aðstoðarskólastjóra leikskólans Eyrarskjóls, dagsett 5. september 2022, er varðar ósk um um aukningu á stöðugildum vegna sérkennslu í leikskólanum. Málinu var frestað á 442. fundi fræðslunefndar þann 8. september 2022.
Fræðslunefnd vísar málinu áfram til bæjarráðs til samþykktar. Fært í trúnaðarmálabók.

8.Framúrskarandi skólaumhverfi - hvatningaverðlaun til skóla - 2021060029

Kynntar þær átta tilnefningar er bárust um framúrskarandi skólaumhverfi, hvatningarverðlaun til skóla. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar óskaði eftir ábendingum um framúrskarandi skólaumhverfi í leikskólum, grunnskólum og dægradvöl Ísafjarðarbæjar skólaárið 2021-2022. Ábendingarnar máttu koma úr skólasamfélaginu, frá foreldrum eða öðrum íbúum vegna verkefna eða annars sem hefur þótt áhugavert, verið hvetjandi, framúrstefnulegt og sjálfsprottið meðal starfsfólks og nemenda. Markmiðið er að vekja athygli á og veita viðurkenningu fyrir metnaðarfullt skóla- og frístundastarf. Málinu var frestað á 442. fundi fræðslunefndar þann 8. september 2022.
Sviðsstjóra er falið að veita viðurkenningu til þeirra verkefna, sem þykja vera framúrskarandi.

Fundi slitið - kl. 09:46.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?