Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1207. fundur 22. ágúst 2022 kl. 08:10 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Bæjarráð vill hefja fundinn á að senda samúðarkveðjur til íbúa Húnabyggðar og þeirra sem eiga um sárt að binda vegna þeirra hörmulegu atburða sem urðu í sveitarfélaginu um helgina.

1.Fjarðargata 42, Þingeyri. Breyting á aðalskipulagi / umsókn um byggingarleyfi - 2022070013

Á 590. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 15. ágúst 2022, var lagður fram tölvupóstur Ketils Bergs Magnússonar, dags. 5. júlí 2022, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta Fjarðargötu 42 á Þingeyri í gistiheimili með tveimur íbúðum. Í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er húsið á reit A3 og skilgreint sem athafnasvæði. Bréfritari óskar eftir heimild til að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi til að heimila rekstur gistiheimilis á reitnum. Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir af breytingum á Fjarðargötu 42.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Er málið lagt nú fram til samþykktar í bæjarráði, í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Bæjarráð heimilar heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Á 590. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 15. ágúst 2022, var lögð fram umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um tillögu að Strandsvæðaskipulagi Vestfjarða.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsögnina. Er málið lagt nú fram til samþykktar í bæjarráði, í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Umræður um strandsvæðaskipulag Vestfjarða og umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar fóru fram og ákvað bæjarráð taka málið aftur fyrir á næsta fundi.
Fylgiskjöl:

3.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2022 - 2022030116

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 4. ágúst 2022, vegna launakostnaðar Ísafjarðarbæjar fyrir janúar-júlí 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Ofanflóðavarnir við Flateyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna snjóflóðagrinda - 2021040006

Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir frá Framkvæmdasýslu Ríkisins, dags. 27. júlí og 11. ágúst sl., vegna uppsetningu á ofanflóðagrindum á Eyrarfjalli ofan Flateyrar.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjallskilanefnd - 14 - 2208006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar fjallskilanefndar, en fundur var haldinn 18. ágúst 2022.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 590 - 2208004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 590. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 15. ágúst 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 590 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsögnina.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 590 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?