Skipulags- og mannvirkjanefnd

590. fundur 15. ágúst 2022 kl. 12:30 - 13:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Gjaldskrár 2023 lagðar fram til fyrstu umræðu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að vinna gjaldskrár áfram í samræmi við minnisblað byggingarfulltrúa og leggja þær fram á næsta fundi nefndarinnar.

2.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lögð fram umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um tillögu að Strandsvæðaskipulagi Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsögnina.
Fylgiskjöl:

3.Gáma byggð við Þingeyrarodda, undir sjósport - 2022070015

Lagður fram tölvupóstur dags. 16. júní 2022, frá Óðni Haukssyni, hjá Odin Adventures ehf., þar sem eru kynnt áform um að reisa gámabyggð á Þingeyrarodda undir ferðaþjónustu og ýmiskonar sjósportaðstöðu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfmanni umhverfis- og eignasviðs að ræða við umsækjanda.

4.Hafnarstræti, Flateyri. Umsókn um stöðuleyfi vegna byggingarframkvæmda - 2022060164

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi gáma byggingarefnis, frá Jóni Grétari Magnússyni, f.h. Nemendagarða Lýðskólans, dags. 29. júní 2022, ásamt mynd af staðsetningu og verkáætlun framkvæmda. Sótt er um að vera með geymslugám og geymslusvæði fyrir byggingarefni til móts við byggingarlóðina við Hafnarstræti 29, ásamt tilbúnum einingum. Einnig er sótt um svæði undir haugsetningu efnis sem verður síðan nýtt til að fylla upp í grunn byggingarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggst ekki gegn veitingu stöðuleyfis.

5.Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, samráðsgátt - 2022070012

Lagður fram tölvupóstur dags. 4. júlí 2022 frá Innviðaráðuneytinu, fyrir hönd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem er kynnt samráðsgátt vegna „Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð 2030“. Umsagnarfrestur er til og með 31. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs er falið að móta umsögn.

6.Fjarðargata 42, Þingeyri. Umsókn um byggingarleyfi - 2022070013

Lagður fram tölvupóstur Ketils Bergs Magnússonar, dags. 5. júlí 2022, þar sem hann óskar eftir leyfi til að breyta Fjarðargötu 42 á Þingeyri í gistiheimili með tveimur íbúðum. Í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er húsið á reit A3 og skilgreint sem athafnasvæði. Bréfritari óskar eftir heimild til að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi til að heimila rekstur gistiheimilis á reitnum. Jafnramt eru lagðir fram uppdrættir af breytingum á Fjarðargötu 42.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.

Fundi slitið - kl. 13:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?