Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1195. fundur 11. apríl 2022 kl. 08:00 - 09:13 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefnastjóri á Flateyri - nýsköpunar- og þróunarverkefni í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020040039

Lögð fram til kynningar glærukynning Hjörleifs Finnssonar, verkefnastjóra á Flateyri, um stöðu Flateyrarverkefnisins á vordögum 2022.

Hjörleifur Finnsson mætir jafnframt til fundar til umræðu um málið.
Hjörleifur Finnsson mætir til fundar við bæjarráð og fer yfir stöðu Flateyrarverkefnisins. Málið rætt.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að þrýsta á Ofanflóðasjóð að gefa út nýtt hættumat fyrir Flateyri eins fljótt og auðið er.

Bæjarráð óskar eftir því að almannavarnarnefnd skoði það að halda æfingu í tengslum við snjóflóðavarnir með viðbragðsaðilum. Jafnframt að kanna með hvaða hætti sé hægt að vinna að úrbótum um kynningarefni fyrir íbúa og gesti varðandi snjóflóðahættu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að þrýsta á Vegagerðina að setja veg frá þjóðvegi að Holtsbryggju á vegaskrá til reglulegs viðhalds og moksturs vegna flóttaleiðar um Holtsbryggju fyrir Flateyri.

Bæjarráð hvetur matvælaráðuneytið til að flýta því að útgefið burðarþol Önundarfjarðar verði að fullu nýtt.

Gestir

  • Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri - mæting: 08:05

2.Íþróttastarfsemi - fjárhagserfiðleikar vegna covid-19 - 2022030095

Á 1192. fundi bæjarráðs, þann 21. mars 2022, var lagt fram erindi Ingólfs Þorleifssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Vestra, dags. 3. mars 2022, vegna fjárhagserfiðleika félagsins. Á fundinn mættu Ingólfur og Þórir Guðmundsson og upplýstu betur um stöðu málsins. Var bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Á 1193. fundi bæjarráðs, þann 28. mars 2022, var lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. mars 2022 varðandi beiðni formanns körfuknattleiksdeildar Vestra um fjárstyrk og útfærslu annarra sveitarfélaga á slíkum styrkjum.

Bæjarráð bókað að það tæki jákvætt í erindi körfuknattleiksdeildar Vestra um að bæta tap á aðgangseyri um kr. 4.800.000, og fól bæjarstjóra að ganga til samninga við deildina vegna þessa og leggja viðauka fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Bæjarstjóra jafnframt falið að upplýsingar um tekjutap annarra félaga á tímabilinu.

Er nú lagt fram erindi Vigdísar Pálu Halldórsdóttur, formanns Handknattleiksdeildar Harðar, dags. 6. apríl 2022, vegna fjárhagserfiðleika.
Bæjarráð felur bæjarstjóri að halda áfram að afla upplýsinga um tekjutap annarra félaga á tímabilinu og leggja fyrir bæjarráð.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:45
  • Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV - mæting: 08:45
  • Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Handknattleiksdeildar Harðar - mæting: 08:45
  • Anton Helgi Guðjónsson, f.h. handknattleiksdeild Harðar - mæting: 08:45

3.Tónlistarfélag Ísafjarðar - fasteignagjöld - 2020120006

Lagður fram til samþykktar samningur milli Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjarðar um árlegan styrk vegna greiðslu fasteignagjalda til tíu ára.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttir, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. apríl 2022, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning milli Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjarðar um árlegan styrk vegna greiðslu fasteignagjalda til tíu ára.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 4. apríl 2022, þar sem innviðaráðuneyti hefur birt til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Umsagnarfrestur er til 11. apríl.
Lagt fram til kynningar.

5.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2022 - 2022010154

Lögð fram til kynningar fundargerð 44. fundar stjórnar Vestfjarðastofu, sem haldinn var 23. febrúar 2022, og fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var 30. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 581 - 2204002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 581. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 6. apríl 2022.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:13.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?