Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1194. fundur 04. apríl 2022 kl. 08:00 - 09:23 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2021 - 2022010041

Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Ísafjarðarbæjar 2021.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 23. mars 2022, um rekstrargreiningu.
Bæjarráð vísar ársreikningi aðalsjóðs Ísafjarðarbæjar 2021 og samstæðu 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Edda yfirgaf fund kl. 8.30.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:05

3.Snjómokstur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri - þjónustusamningur 2019-2021 - 2018100087

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 31. mars 2022, þar sem óskað er heimildra bæjarstjórnar til þess að semja við verktaka á grundvelli framlengingarákvæða samnings um snjómokstur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að samið verði við verktaka um snjómokstur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri um framlengingu samninga til tveggja ára.
Axel yfirgaf fund kl. 8.40.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:35

4.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2022 - 2022030160

Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 30. mars 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um veitingu tækifærisleyfis vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna Aldrei fór ég suður.
Fylgiskjöl:

5.67. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2022 - 2022030119

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 30. mars 2022, með tillögum til 67. Fjórðungsþings Vestfirðinga að vori. Tillögurnar fylgja í viðhengjum og snúa að dagskrá þingsins, endurskoðuðum ársreikningi 2021, endurskoðaðri fjárhagsáætlun Fjórðungssambandsins fyrir árið 2022 ásamt greinargerð, og loks tillögu um efni og staðsetningu 67. Fjórðungsþings að hausti.
Lagt fram til kynningar.

6.Römpum upp Ísland - 2022030165

Lagt fram erindi Þorleifs Gunnarssonar f.h. verkefnisins Römpum upp Ísland, dagsett 28. mars 2022, vegna mögulegrar þátttöku sveitarfélaga í verkefninu.
Lagt fram til kynningar.

7.Breytt skipulag barnaverndar - innleiðing farsældarfrumvarps - 2021100099

Lagt fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. mars 2022, ásamt bréfi sem Sambandið sendi til mennta- og barnamálaráðherra 25. febrúar 2022 og fjallar um gildistöku nýrra barnaverndarlaga. Stjórn sambandsins lýsir ánægju með að ráðherra hafi fallist á að fresta gildistöku ákvæða í lögunum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð, en leggur jafnframt áherslu á að fresturinn nýtist til að skipuleggja fyrirkomulag umdæmisráða.
Lagt fram til kynningar.

8.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka - 2022030161

Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. mars 2022, með viðmiðunarreglum Sambandsins um framlög til stjórnmálaflokka.
Lagt fram til kynningar.

9.Verkefni um innleiðingu hringrásarhagkerfis - 2021020031

Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. mars 2022, með bókun stjórnar sambandsins frá 25. mars 2022. Í bókuninni er því fagnað að átak um hringrásarhagkerfið sé farið af stað og sveitarfélög hvött til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst.
Lagt fram til kynningar.
Bryndís yfirgaf fund kl. 8.50, og Marzellíus yfirgaf fund kl. 8.55 vegna vanhæfis.

10.Fundargerðir BsVest 2022 - 2022030071

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, sem haldinn var 30. mars 2022.
Málið rætt og lagt fram til kynningar.
Bryndís og Marzellíus mættu aftur til fundar 9.10.

11.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075

Lögð fram til kynningar fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 25. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 438 - 2203014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 438. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 24. mars 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Menningarmálanefnd - 162 - 2203016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 162. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 28. mars 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Menningarmálanefnd - 162 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja menningarstefnu Ísafjarðarbæjar 2022-2032.

    Menningarmálanefnd felur starfmanni að vinna áfram að aðgerðaáætlun með menningarstefnunni, til samþykktar í bæjarstjórn, samhliða fjárhagsáætlun 2023.
Arna Lára Jónsdóttir yfirgaf fund undir þessum lið vegna vanhæfis, kl. 9.13.

14.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071

Lagt fram erindi stjórnar Edinborgarhússins, dags. 31. mars 2022, varðandi beiðni um styrk til ráðningar starfsmanns við húsið, auk yfirlits um uppsetningu launa. Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 31. mars 2022, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita styrk til Edinborgarhússins til ráðningar rekstrar- og viðburðastjóra vegna ársins 2022, og er miðað við laun skv. framlögðum gögnum. Fjárhæð styrks mun taka mið af tímasetningu ráðningar.

Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra að útbúa viðauka að fjárhæð kr. 7.500.000 vegna málsins og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 09:23.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?