Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
162. fundur 10. febrúar 2022 kl. 10:00 - 11:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir Bæjarritari
Dagskrá

1.Menningarstefna Ísafjarðarbæjar - 2021050083

Á 478. fundi bæjarstjórnar, þann 24. júní 2021, samþykkti bæjarstjórn tillögu frá 158. fundi menningarmálanefndar um að unnin verði menningarmálastefna fyrir Ísafjarðarbæ, og að gert verði ráð fyrir fjármagni vegna þessa í fjárhagsáætlun ársins 2022.

Mæta nú til fundarins Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, og Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarðastofu, vegna gerðar menningarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ.
Gerð menningarmálastefnu Ísafjarðarbæjar rædd, og tekin ákvörðun um myndun stýrihóps og samráðshóps, auk opins fundar um stefnuna. Áætlað að skila drögum að stefnu til bæjarstjórnar í apríl 2022, og í kjölfarið yrði unnin innleiðingar- og aðgerðaáætlun.
Sigríður og Skúli yfirgáfu fund kl. 10:43.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 10:00
  • Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi - mæting: 10:00
  • Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarðastofu - mæting: 10:00

2.Áfangastaðurinn Ísafjörður - ósk um þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis - 2022010032

Á 1182. fundi bæjarráðs, þann 10. janúar 2022, var lagður fram tölvupóstur Sædísar Ólafar Þórsdóttur f.h. Fantastic Fjords ehf., dagsettur 6. janúar 2022, þar sem óskað er eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd.

Menningarmálanefnd fagnar verkefninu og telur það mikilvægt fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Ísafjarðarbær leggur til fjármagn árlega til Vestfjarðastofu til gerðar kynningarefnis fyrir sveitarfélagið og Vestfirði út frá Áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Nefndin leggur til að hafnarstjórn taki málið til afgreiðslu.

3.Menningarfulltrúi - 2022010108

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 7. febrúar 2022, vegna menningarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Menningarmálanefnd telur mikilvægt að huga að starfi menningarmálafulltrúa Ísafjarðarbæjar og leggur áherslu á að frekari vinnsla málsins fari fram meðfram gerð Menningarmálastefnu Ísafjarðarbæjar.

4.Söguskilti í Ísafjarðarbæ - 2022020028

Lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðssjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 8. febrúar 2022, vegna söguskilta í Ísafjarðarbæ, ásamt myndum.
Menningarmálanefnd tekur vel í verkefnið og felur starfsmanni að vinna málið áfram.

5.Styrkir til menningarmála 2020 - 2020010033

Lögð fram greinargerð frá Lísbet Harðardóttur vegna verkefnisins Heyrðu á Heimabyggð, vegna menningarverkefnis sem hlaut styrk í seinni úthlutun 2020.
Lagt fram til kynningar.

6.Styrkir til menningarmála 2021 - 2021020098

Lögð fram greinargerð frá F. Chopin tónlistarfélaginu á Íslandi vegna menningarverkefnis sem hlaut styrk í fyrri úthlutun 2021.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Tinna yfirgaf fund kl. 11:40.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?