Bæjarráð

1187. fundur 14. febrúar 2022 kl. 08:00 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir - 2021020071

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05

3.Vestfjarðastofa - þingmannavika - 2022020043

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 9. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir fjarfundi FV og sveitarstjórnum með Stefáni Vagni Stefánssyni, en fundurinn verður haldinn mánudaginn 14. febrúar kl. 13-15.
Lagt fram til kynningar.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8:45.

4.Húsnæðismál háskólanemenda - stofnframlag og lóðavilyrði - 2021050072

Lögð fram umsókn Peter Weiss, f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar (Nemendagarða Háskólaseturs Vestfjarða), dags. 10. febrúar 2022, um 12% stofnframlag Ísafjarðarbæjar vegna byggingar 40 íbúða nemendagarða.

Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, og Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 11. febrúar 2022, vegna málsins. Þá er lagður fram til samþykktar viðauki 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna málsins.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar eru auknar tekjur um kr. 14.899.715. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru auknar tekjur kr. 14.899.715, og er því rekstrarhalli að lækka úr kr. 332.516.189 í kr. 317.616.474. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta eru auknar tekjur kr. 14.899.715, eða hækkun rekstrarafgangs úr kr. 47.800.000 í kr. 62.699.715.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu stofnframlags til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar (Nemendagerða Háskólaseturs Vestfjarða), að fjárhæð kr. 73.989.600. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er auknar tekjur um kr. 14.899.715.

5.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - 2021100002

Lagt fram til kynningar bréf HMS, dags. 11. febrúar 2022, sem varðar ákvörðun um úthlutun stofnframlaga ríkisins 2021 varðandi umsókn Ísafjarðarbæjar, f.h. óstofnaðrar hses. um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Lagt fram til kynningar.

6.Rekstur kvikmyndahúss í Ísafjarðarbæ - 2021100102

Á 1174. fundi bæjarráðs, þann 1. nóvember 2021 var lagt fram bréf Finnboga Sveinbjörnssonar, f.h. Verkalýðsfélags Vestfirðinga, dagsett 26. október 2021, þar sem óskað var eftir endurnýjun samkomulags um áframhaldandi stuðning Ísafjarðarbæjar við rekstur kvikmyndahúss, en núverandi samningur rennur út 1. janúar 2023.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram og gera drög að samningi og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Er nú lagður fram til samþykktar nýr samningur vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrktarsamning við Verkalýðsfélag Vestfirðinga um 90% styrk fasteignaskatts og lóðarleigu vegna fasteignarinnar að Norðurvegi 1 á Ísafirði, gegn þeim skilyrðum að styrkurinn verði veittur til endurbóta á húsnæðinu og tækja til kvikmyndasýninga. Samningurinn gildir til tíu ára og er janframt skilyrtur því að áfram verði rekið kvikmyndahús í fasteigninni.

7.Áfangastaðurinn Ísafjörður - ósk um þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis - 2022010032

Á 1182. fundi bæjarráðs, þann 10. janúar 2022, var lagður fram tölvupóstur Sædísar Ólafar Þórsdóttur f.h. Fantastic Fjords ehf., dagsettu 6. janúar 2022, þar sem óskað er eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd.

Á 162. fundi menningarmálanefndar, þann 10. febrúar 2022, var málið tekið til umsagnar. Eftirfarandi var bókað: „Menningarmálanefnd fagnar verkefninu og telur það mikilvægt fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Ísafjarðarbær leggur til fjármagn árlega til Vestfjarðastofu til gerðar kynningarefnis fyrir sveitarfélagið og Vestfirði út frá Áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Nefndin leggur til að hafnarstjórn taki málið til afgreiðslu.“

Er umsögn menningarmálanefndar nú lögð fram á fundi bæjarráðs.
Bæjarráð fagnar verkefninu og telur það mikilvægt fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Ísafjarðarbær leggur til fjármagn árlega til Vestfjarðastofu til gerðar kynningarefnis fyrir sveitarfélagið og Vestfirði út frá Áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Bæjarráð bendir jafnframt á verkefnið Upplifðu (www.upplifdu.is) sem Vestfjarðastofa stóð fyrir, þar sem til er mikið af kynningarefni fyrir sveitarfélagið.

8.Lánasjóður sveitarfélaga - ýmis erindi 2022 - 2022020041

Lagt fram erindi Óttars Guðjónssonar f.h. Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2022, þar sem auglýst er eftir tilnefningum og/eða framboðum í stjórn Lánasjóðsins. Frestur er til 9. mars.
Lagt fram til kynningar.

9.Forkaupsréttur sveitarfélags að skipi - Dýrfirðingur ÍS058 - 2022020039

Lagt fram erindi Guðjóns Guðmundssonar, f.h. dánarbús Þórðar Sigurðssonar, dags. 10. febrúar 2022, þar sem óskað er afstöðu bæjarstjórnar til þess hvort sveitarfélagið hyggist nýta sér forkaupsrétt sinn að skipinu Dýrfirðingur ÍS058, sbr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að falla frá forkaupsrétti vegna sölu skipsins Dýrfirðings ÍS-058.

10.Jazz sur la plage - auglýsingaskilti - 2022020042

Lagt fram erindi Daniel Freuler, dagsett 11. febrúar 2022, þar sem hann óskar eftir að fá að setja upp kynningarefni í Ísafjarðarbæ á þremur stöðum í tvo daga á hverjum stað, til að kynna viðburðinn Jazz sur la plage, sem haldinn verður í Genf í Sviss í ágúst.
Bæjarráð samþykkir uppsetningu kynningarefnis í Ísafjarðarbæ vegna djazzhátíðarinnar Jazz sur la plage, í samræmi við erindi Daniel Freuler.

11.Öll vötn til Dýrafjarðar - 2018090052

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Kristjáns Þ. Halldórssonar, f.h. Byggðastofnunar, dags. 9. febrúar 2022, um niðurstöður rýnihópaviðtala vegna verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar.
Bæjarráð þakkar fyrir samantektina og mun nýta sér þær upplýsingar sem þarna koma fram til áframhaldandi vinnu.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 9. febrúar 2022 þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál. Umsagnarfrestur er til 23. febrúar.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075

Lögð fram til kynningar fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 4. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

14.Fræðslunefnd - 436 - 2202006F

Fundargerð 436. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. febrúar 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd - 436 Fræðslunefnd leggur til við Bæjarstjórn að samþykkt verði að áfram verði starfandi leikskólastjóri við leikskólann Grænagarð á Flateyri.
  • Fræðslunefnd - 436 Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja reglur um röskun á skóla- og frístundastarfi í Ísafjarðarbæ, en þó skuli tryggt að hægt verði að opna fyrir börn neyðaraðila ef brýn nauðsyn krefur.

15.Menningarmálanefnd - 162 - 2202004F

Fundargerð 162. fundar menningarmálanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. febrúar 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 577 - 2201021F

Fundargerð 577. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 9. febrúar 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117 - 2201022F

Fundargerð 117. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 9. febrúar 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?