Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
436. fundur 10. febrúar 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Finney Rakel Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2022 - 2020090032

Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar.
Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.

2.Erindi til færðslunefndar Ísafjarðarbæjar og sviðsjóra skóla- og tómstundasviðs frá skólastjóra grunnskóla Önundarfjarðar - 2022020027

Lagt fram bréf frá Kristbjörgu Sunnu Reynisdóttur skólastjóra grunnskóla Önundarfjarðar, þar sem óskað er eftir samþykki fræðslunefndar til þess að skólinn fái að vinna samkvæmt rýmri reglum varðandi gestanemendur en almennt gerist í skólum Ísafjarðarbæjar.
Málinu frestað.

3.Erindi frá leik- og grunnskólastjórum á Þingeyri og Flateyri - 2021040074

Kynnt minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs vegna endurskoðunar á stöðu leikskólastjóra við leikskólann Grænagarð á Flateyri. Á 1152. fundi bæjarráð þann 10. maí 2021 var samþykkt að auglýst yrði laus staða leikskólastjóra á leikskólanum Grænagarði á Flateyri, til eins árs, í stað deildarstjóra. Það var gert eftir að ósk kom frá skólastjóra um að endurskoðað yrði það fyrirkomulag að skólastjóri stýri bæði leik- og grunnskóla á Flateyri.
Fræðslunefnd leggur til við Bæjarstjórn að samþykkt verði að áfram verði starfandi leikskólastjóri við leikskólann Grænagarð á Flateyri.

4.Röskun á skóla- og frístundastarfi - 2022020030

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 8. febrúar varðandi skólastarf þegar óveður og ófærð er í sveitarfélaginu. Jafnframt eru lögð fram drög að reglum um skólastarf þegar óveður og ófærð er í sveitarfélaginu.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja reglur um röskun á skóla- og frístundastarfi í Ísafjarðarbæ, en þó skuli tryggt að hægt verði að opna fyrir börn neyðaraðila ef brýn nauðsyn krefur.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?