Bæjarráð

1179. fundur 06. desember 2021 kl. 08:00 - 08:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
 • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hlíf 1 - Umsókn um breytingu á innra fyrirkomulagi - 2021100094

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. desember 2021, varðandi ákvörðun um næstu skref breytinga á fjórðu hæð Hlífar 1. Jafnframt lagður fram uppdráttur vegna breytinga innra fyrirkomulags á hæðinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Gestir

 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Vatnsveita Ísafjarðarbæjar - Vatnslögn yfir í Staðardal - 2021040098

Lögð fram drög að samningi við Fiskeldissjóð vegna úthlutunar sjóðsins fyrir verkefnið „Endurnýjun vatnslagnar í Staðardal,“ en óskað er eftir heimild bæjarstjórnar um undirritun bæjarstjóra.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samning við Fiskeldissjóð vegna úthlutunar sjóðsins fyrir verkefnið „Endurnýjun vatnslagnar í Staðardal.“

3.Skeið ehf. - Umsókn um stofnframlag - 2021120018

Lögð fram umsókn Garðars Sigurgeirssonar f.h. Skeiðs ehf., vegna umsóknar um 12% stofnframlag vegna nýbyggingar fjölbýlishúss í sveitarfélaginu, en stofnvirði framkvæmdarinnar er kr. 46.077.610. Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. desember 2021, vegna málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða forsvarsmenn Skeiðs ehf. til fundar við bæjarráð.

4.Vestfjarðastofa - skipan varamanns í stjórn - 2021120022

Lagt fram erindi Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 3. desember 2021, um tillögu til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um skipan varmanns í stjórn Fjórðungssambandsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Daníel Jakobsson verði kosinn varamaður í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga.

5.Flugeldasala og flugeldasýningar um áramót 2021/2022 - 2021120001

Lagður fram tölvupóstur Thelmu E. Hjaltadóttur f.h. Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dagsettur 30. nóvember 2021, þar sem umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað vegna flugeldasölu og flugeldasýninga björgunarsveita sveitarfélagsins um áramótin. Meðfylgjandi eru umsóknir frá Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri, Dýra á Dýrafirði, Björg á Suðureyri, Tindum í Hnífsdal og Björgunarfélagi Ísafjarðar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar umsóknir.

6.Álagningarkerfi fasteignagjalda og sjálfvirkar skýrslur - 2021120002

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sifjar Kröyer f.h. Margrétar Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, dagsettur 30. nóvember 2021, þar sem kynnt er að Þjóðskrá Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sammælst um að ráðast í verkefni um endurgerð álagningarkerfis fasteignagjalda. Miðað er við að nýtt álagningarkerfi verði tekið í notkun í ársbyrjun 2023.

Jafnframt lögð fram til kynningar skýrsla Þjóðskrár um fólk og fasteignir, dags. í desember 2021.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 8:47.

7.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Lagt fram til kynningar minnisblað Sigurðar Ármanns Snævarr f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. desember 2021, um nýútkomna endurskoðaða þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og áhrif á forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

8.Breytt skipulag barnaverndar - innleiðing farsældarfrumvarps - 2021100099

Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. nóvember 2021, vegna breytinga á barnaverndarlögum og breyttu skipulagi barnaverndar. Breytingarnar taka gildi að loknum sveitarstjórnarkosningum þann 28. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga - 2021120016

Lagt fram til kynningar bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. nóvember 2021, þar sem sveitarfélög eru hvött til að hefja undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um úrgangsmál.
Lagt fram til kynningar.

10.Hornstrandanefnd - fundargerðir - 2021120017

Lögð fram til kynningar fundargerð hornstrandanefndar frá 26. nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2021020012

Lögð fram til kynningar fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 26. nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 228 - 2111023F

Fundargerð 228. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 1. desember 2021.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • 12.1 2021080069 Uppbyggingaráætlun 2022
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 228 Íþrótta- og tómstundanefnd vísar uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar 2022-2027 til bæjarstjórnar til samþykktar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 113 - 2111010F

Fundargerð 113. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 30. nóvember 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?