Íþrótta- og tómstundanefnd

228. fundur 01. desember 2021 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varaformaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður
  • Sævar Þór Ríkarðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

B. Karen Gísladóttir boðaði forföll og komst enginn í hennar stað.

1.Uppbyggingaráætlun 2022 - 2021080069

Lögð fram drög að uppbyggingaáætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar 2022-2027 sem unnin er út frá þarfagreiningu aðildarfélaga HSV.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar 2022-2027 til bæjarstjórnar til samþykktar.

2.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2021 - 2021110083

Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2021, efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2021 ásamt hvatningarverðlaunum. Lagðar fram tilnefningar aðildarfélaga HSV.
Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt í hófi sem haldið verður þann 28. desember 2021 kl.17:00 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?