Bæjarráð

1178. fundur 29. nóvember 2021 kl. 08:05 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs, vék af fundi undir þessum lið. Marzellíus Sveinbjörnsson, varaformaður tók við stjórn fundarins. Jónas Þór Birgisson, sat fundinn undir þessum lið máls, í stað Daníels.

1.Sláturhús á norðanverðum Vestfjörðum - Suðureyri - 2021110072

Fulltrúar frá Íslenskum verðbréfum, Fisherman, Íslandssögu og Klofningi, mæta til fundar við bæjarráð, í gegnum fjarfundarbúnað, til að ræða mögulega staðsetningu sláturhúss á Suðureyri fyrir slátrun eldisfisks frá ÍS-47, Hábrún.
Fulltrúar Íslenskra verðbréfa kynna hugmyndir um mögulega staðsetningu sláturhúss.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Gestir og hafnarstjóri yfirgáfu fund kl. 9:00.
Daníel Jakobsson kom aftur inn á fundinn kl. 9:00, og tók við stjórn hans. Jónas Þór Birgisson yfirgaf fundinn.

Gestir

 • Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri - mæting: 08:05
 • Guðni Einarsson, f.h. Klofnings - mæting: 08:05
 • Elías Guðmundsson, f.h. Fisherman - mæting: 08:05
 • Björgvin Gestsson, f.h. Íslenskra verðbréfa - mæting: 08:05
 • Guðbrandur Sigurðsson - mæting: 08:05
 • Óðinn Gestsson, f.h. Íslandssögu - mæting: 08:05
 • Hreinn Þór Hauksson, f.h. Íslenskra verðbréfa - mæting: 08:05
 • Jóhann M. Ólafsson, f.h. Íslenskra verðbréfa - mæting: 08:05
 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 17. nóv 2021, þar sem lögð er fram fyrirspurn um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbygginga, við þegar tilbúnar götur og hvort áform séu um áframhald á verkefninu sem rennur út 31. des næstkomandi.
Bæjarráð áréttar að á lóðum þar sem ekki þarf að leggja út kostnað við úthlutun lóðar vegna gatnagerðar er heimild til að fella niður gatnagerðargjöld, með öðrum skilyrðum sem fylgdu upphaflegri ákvörðun.
Axel Överby yfirgaf fund kl. 9:13.

3.Mannauðsstefna - uppfærsla á starfsmannastefnu - 2021110068

Lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 24. nóvember 2021, vegna fyrirhugaðrar uppfærslu á starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar, þar sem lagt er til að nafni stefnunnar verði breytt úr starfsmannastefnu í mannauðsstefnu. Aðrar breytingar sem lagðar eru til fela í sér að hlutverkslýsingu hefur verið bætt inn í stefnuna, auk þess sem nokkur atriði í henni hafa verið uppfærð og nokkrum bætt við.

Óskað er samþykktar bæjarstjórnar á breytingum á stefnunni, í samræmi við minnisblað mannauðsstjóra.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærða mannauðsstefnu.
Baldur yfirgaf fundinn kl. 9:24.

Gestir

 • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 09:14

4.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 ásamt greinargerð fyrir árið 2022, til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 ásamt greinargerð fyrir árið 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Edda María yfirgaf fund kl. 10:00.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:24

5.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 571 - 2111003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 571. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. nóvember 2021.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 571 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nemendagarðar Lýðskólans, Flateyri fái lóðina við Hafnarstræti 29, Flateyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 571 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Engjaveg 9 á Ísafirði skv. mæliblaði dags. 13. október 2021.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 571 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 50 á Þingeyri skv. mæliblaði dags. 13. október 2021.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 571 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur umfang breytinga óverulegt og ekki þörf á því að auglýsa tillögu aftur sbr. 4.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?