Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
571. fundur 24. nóvember 2021 kl. 08:00 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Umhverfing sumarið 2022, á vegum Akademiu skynjunarinnar - 2021100083

Lagður fram tölvupóstur Önnu Eyjólfs, Ragnhildar Stefánsdóttur og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur, f.h. Akademíu skynjunarinnar, dags. 24. október 2021, þar sem kynnt er sýning sem til stendur að haldin verði víðsvegar á Vestfjörðum og í Dölunum næsta sumar. Þátttakendur eru rúmlega 100, en meðfylgjandi eru tvö fylgiskjöl um sýninguna.

Jafnframt lögð fram tvö minnisblöð Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 4. nóvember 2021, þar sem kynnt eru fyrirhuguð verk tveggja listamanna á sýningunni og óskað heimildar menningarmálanefndar til að setja þau upp í sveitarfélaginu.

Á 161. fundi menningarmálanefndar, þann 9. nóvember 2021, lýsti menningarmálanefnd yfir ánægju með verkefnið og hvetur listamennina til góðra verka. Þá vísaði nefndin málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar sýningar.

2.Aðalstræti 12, Þingeyri. Ósk um breytta skráningu - 2019110048

Arnór Sigurvinsson, eigandi fasteignarinnar að Aðalstræti 12 á Þingeyri, óskar eftir heimild skipulags- og mannvirkjanefndar til breytinga á skilmálum lóðar þar sem heimilt yrði að vera með verslun/þjónustu í húsinu. Húsið var byggt sem pósthús og símstöð en núverandi eigandi hyggst breyta húsnæðinu í gististað. Míla og Snerpa deila einnig húsnæði í kjallara hússins og það þarf að gera ráð fyrir því tæknirými.
Í aðalskipulagi er eingöngu gert ráð fyrir íbúðarhúsum á svæðinu, Í18.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og bendir umsækjanda að sækja formlega um óverulega breytingu á aðalskipulagi.

3.Hafnarstræti 29 á Flateyri, lóð undir nemendagarða - 2021100017

Jón Grétar Magnússon, fyrir hönd Lýðskólans á Flateyri, sækir um lóðina Hafnarstræti 29 á Flateyri.

Hafnarstræti 29 er tilgreind sem lóð fyrir þjónustuhús á tveimur hæðum en hugmyndir Lýðskólans er að þar muni rísa Nemendagarðar skólans sem muni innihalda 14 litlar stúdíó íbúðir.

Samhliða umsókn þessari er óskað eftir leyfi fyrir að gera minniháttar breytingar á deiliskipulagi Flateyrar til að aðlaga lóðina að nemendagörðunum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nemendagarðar Lýðskólans, Flateyri fái lóðina við Hafnarstræti 29, Flateyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

4.Engjavegur 9, 400. Umsókn um lóðarleigusamning - 2021080058

Sigríður G. Ásgeirsdóttir, þinglýstur eigandi að Engjavegi 9 á Ísafirði, sækir um gerð lóðarleigusamnings og gerð mæliblaðs. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 24. ágúst 2021 og mæliblað tæknideildar frá 25. ágúst 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Engjaveg 9 á Ísafirði skv. mæliblaði dags. 13. október 2021.

5.Brekkugata 50, Þingeyri - umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021090101

Lögð fram umsókn Kristínar Gunnarsdóttur, dagsett 24. september 2021, þar sem sótt er um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Brekkugötu 50, Þingeyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 50 á Þingeyri skv. mæliblaði dags. 13. október 2021.

6.Bakki, Önundarfirði. Umsókn um stofnun lóðar út úr Koti L140999 - 2021110036

Þinglýstir eigendur að L140999, Koti í Önundarfirði, sækja um heimild bæjaryfirvalda til uppskiptingar jarðarinnar , skv. undirritaðri umsókn og lóðarblaði frá 20. febrúar 2021. Nýja spildan mun fá staðfangið „Bakki.“
Samkvæmt jarðalögum er skylt að afla leyfis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar um er að ræða breytingar á landnotkun landbúnaðarlands samkvæmt aðalskipulagi. Vegna þessa óskar skipulags- og mannvirkjanefnd eftir frekari upplýsingum um fyrirhuguð áform um nýtingu jarðanna.

7.Vífilsmýrar L141032, stofnun fasteignar í Önundarfiði - Hafradalsteigur - 2021110038

Þinglýstur eigandi Vífilsmýra sækir um uppskipti lands, skv. undirritaðri umsókn og hnitsettu mæliblaði nýrrar landeignar, frá 1. júní 2021. Nýtt land mun fá staðfangið Hafradalsteigur.
Samkvæmt jarðalögum er skylt að afla leyfis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar um er að ræða breytingar á landnotkun landbúnaðarlands samkvæmt aðalskipulagi. Vegna þessa óskar skipulags- og mannvirkjanefnd eftir frekari upplýsingum um fyrirhuguð áform um nýtingu jarðanna.

8.Vífilsmýrar L141032, stofnun fasteignar í Önundarfiði - Vífilsmýrarlóð - 2021110039

Þinglýstur eigandi Vífilsmýra sækir um uppskipti lands og stofnun lóðar undir mhl. 02, 03, 04, 05 og 06 skv. undirritaðri umsókn og hnitsettu mæliblaði nýrrar landeignar, frá 27.mars 2021. Nýtt land mun fá staðfangið Vífilsmýralóð.
Samkvæmt jarðalögum er skylt að afla leyfis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar um er að ræða breytingar á landnotkun landbúnaðarlands samkvæmt aðalskipulagi. Vegna þessa óskar skipulags- og mannvirkjanefnd eftir frekari upplýsingum um fyrirhuguð áform um nýtingu jarðanna.

9.Vífilsmýrar í Önundarfirði. Staðfesting landamerkja - 2021110046

Óskað er eftir því að Ísafjarðarbær staðfesti landamerki Vífilsmýra að Hóli í Firði og Vífilsmýra að Kirkjubóli í Bjarnadal. Meðfylgjandi eru uppdrættir landamerkjanna og staðfestar yfirlýsingar allra landeigenda á hnitsettum landamörkum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki milli Hóls í Firði og Vífilsmýra, að Kirkjubóli í Bjarnadal.

10.Brekka í Brekkudal_Ósk um breytingu frá sumarhúsi til lögbýlis - 2021090056

Eigendur Brekku í Brekkudal óska eftir breyttri notkun á sumarhúsi yfir í íbúðarhús með möguleika á heilsársbúsetu og skráningu lögheimilis sem fyrst. Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum laga og reglugerða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Á 1168. fundi bæjarráðs, þann 20. september 2021, var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari vinnslu og umsagnar til bæjarstjórnar.“
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum frá byggingarfulltrúa.

11.Lækjarós lóð 1 í Dýrafirði. Ósk um breytta skráningu sumarhúss í íbúðarhús - 2021090039

Alexander Hafþórsson, í umboði Lauru Alice Watts, eigandi sumarhússins við L189016 Lækjarós lóð 1 í Dýrafirði, fnr. 224-9938, sækir um breytta notkun hússins yfir í íbúðarhúsnæði með möguleika á lögheimilisskráningu í húsinu og heilsársbúsetu. Meðfylgjandi er erindisbréf frá Rétti -Aðalsteinsson & Partners ehf. dags. 7. September 2021.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum laga og reglugerða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Á 1168. fundi bæjarráðs, þann 20. september 2021, var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari vinnslu og umsagnar til bæjarstjórnar.“
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum frá byggingarfulltrúa.
Fylgiskjöl:

12.Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri og deiliskipulag - 2019050058

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 567 þann 29.09.2021 var tekin fyrir athugasemd sem barst vegna auglýsingar deiliskipulagstillögu vegna verkefnisins Sólsetrið á Þingeyri sbr. III. mgr. 41 gr. laga nr. 123/2010, nefndin bókaði á fundi sínum að tekið skyldi tillit til athugasemdar í deiliskipulagstillögu.
Með hliðsjón af bókun nefndar er lögð fram breytt tillaga frá PK Arkitektum dags. 28.07.2021, með síðari breytingum 15.10.2021, breytingar sem gerðar voru eru að byggingarreitur er minnkaður og útrásarlögn sett inn. Hámarkshæð skilyrt við 6m.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur umfang breytinga óverulegt og ekki þörf á því að auglýsa tillögu aftur sbr. 4.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?