Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1173. fundur 25. október 2021 kl. 08:00 - 10:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagður fram tölvupóstur Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulagsráðgjafa, dags. 17. október 2021, varðandi yfirferð bæjarráðs um Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020, auk 8. kafla Aðalskipulags um atvinnu sem bæjarráð skal endurskoða.
Lagt fram til kynningar.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - viðauki 16 - 2021030050

Lagður fram til samþykktar viðauki 16 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna framkvæmda, lántöku og reksturs, auk þess sem minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 22. október 2021, er lagt fram til kynningar, til skýringa með viðaukanum.

Jafnframt lagt fram til kynningar sundurliðun á fjárfestingum, með vísan til viðauka 16, eftir uppfærða áætlun 2021, svo og yfirlit viðauka 16 í rekstrar- og efnahagsreikningi og sjóðsstreymi Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 16 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna framkvæmda, lántöku og reksturs.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10

3.Útkomuspá 2021 - eftirlitsnefnd sveitarfélaga - 2021100089

Lögð fram til kynningar útkomuspá Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021, með vísan til niðurstöðu viðauka 16.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgaf fund kl. 8:25.

4.Vátryggingaútboð 2021 - 2021100091

Lögð fram útboðslýsing vegna vátryggingaútboðs fyrir Ísafjarðarbæ og tengd félög, en áætlað er að bjóða út verkið í október 2021.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra Ísafjarðarbæjar, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 22. október 2021, varðandi vátryggingaútboðið.
Bæjarstjóra falið að bjóða út vátryggingu Ísafjarðarbæjar með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

5.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Á 1172. fundi bæjarráðs þann 18. október 2021 var lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 15. október 2021, varðandi byggingu fjölnota knattspyrnuhúss á Ísafirði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Vestra vegna málsins.

Mæta nú til fundarins forsvarsmenn Vestra til umræðu um næstu skref málsins.

Jafnframt er lagt fram bréf Ásgerðar Þorleifsdóttur, f.h. stjórnar HSV, mótt. 22. okt. 2021, vegna fjölnota knattspyrnuhúss á Ísafirði.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Gestir yfirgáfu fund kl. 8:57.

Gestir

  • Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður Vestra - mæting: 08:30
  • Ásgerður Þorleifsdóttir, formaður stjórnar HSV - mæting: 08:30
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:30
  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:30
  • Svavar Þór Guðmundsson, formaður meistaraflokks knattspyrnudeildar Vestra - mæting: 08:30
  • Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV - mæting: 08:30
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir, formaður yngri flokka knattspyrnudeildar Vestra - mæting: 08:30

6.Sala á íbúðum á Hlíf I - 2021010059

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 13. október 2021, þar sem óskað er afstöðu bæjarráðs til þess hvernig fimm lausum íbúðum á Hlíf I skuli ráðstafað.
Bæjarráð telur ekki rétt að selja þessar íbúðir að svo stöddu og felur bæjarstjóra að setja þær í útleigu.

7.Fyrirspurn vegna snemmtækrar íhlutunar - 2021040044

Á 1172. fundi bæjarráðs þann 18. október 2021 var lögð fram fyrirspurn Þóris Guðmundssonar, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 15. október 2021, þar sem óskað er skriflegra svara eftirfarandi spurninga varðandi snemmtæka íhlutun í skólakerfi sveitarfélagsins:

„1. Hver er kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna aðkeyptrar þjónustu sálfræðinga í skólakerfinu?
2. Hversu margar vinnustundir liggja að baki þeim kostnaði?
3. Hversu mörg viðtöl hefur skólasálfræðingur tekið s.l. tólf mánuði við nemendur grunnskóla Ísafjarðarbæjar?
4. Hversu langur tími líður að jafnaði frá því að meðferðar/viðtals við skólasálfræðing er óskað og þar til það fer fram?
5. Hver er afstaða meirihluta bæjarstjórnar til þess að ráða sálfræðing til starfa inn í skólakerfi Ísafjarðarbæjar og þá sleppa því að kaupa sálfræðiþjónustu úr Reykjavík?“

Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara erindinu skriflega og leggja fyrir bæjarráð.

Er nú lagt fram til kynningar minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 21. október 2021, með svörum við fyrirspurninni.
Lagt fram til kynningar.

8.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 22. október 2021, vegna upplýsinga um skatttekjur og laun fyrstu níu mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

9.Ofanflóðavarnir Flateyri - Dýpkun rása - 2021090041

Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur Ísafjarðarbæjar, Framkvæmdasýslu ríkisins og Ríkiseigna við Suðurverk hf., dags. 21. október 2021, um snjóflóðavarnir á Flateyri um víkkun flóðrásar, verksamningur VK 21049.
Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundur BsVest 2021 - 2021100077

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, framkvæmdastjóra BsVest, dags. 19. október 2021, ásamt fylgiskjölum um aðalfund árið 2021 og atkvæðavægi, ársreikning 2020, fjárhagsáætlun og áætlað fjármagn árið 2022, svo og rekstur skrifstofu BsVest árið 2022.
Lagt fram til kynningar og bæjarstjóra falið að mæta á fundinn með umboð sveitarfélagsins.

11.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2022 - 2021100092

Lögð fram gögn frá Antoni Helgasyni, f.h. heilbrigðisnefndar og heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 22. október 2021, fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins og skiptingu kostnaðar og fjárhagsáætlun verkefnisins Hreinna Vestfjarða og skiptingu kostnaðar fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2021 - 2021030004

Lögð fram til kynningar fundargerð 135. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða, en fundur var haldinn 21. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

13.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 8. og 9. fundar svæðisráðs um gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum, sem haldnir voru 22. september og 4. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

14.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 lögð fram.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundsviðs - mæting: 09:35
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:35
  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:35
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:35

15.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram uppfærð framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 eftir vinnu 1172. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 18. október 2021.
Lagt fram til kynningar.
Sviðsstjórar og fjármálastjóri yfirgáfu fund kl. 10.31.

16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 227 - 2110012F

Fundargerð 227. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 20. október 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

17.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 568 - 2109029F

Lögð fram til kynningar fundargerð 568. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 20. október 2021.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 568 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir 2. áfanga Vestfjarðarvegar um Dynjandiheiði frá Norðurdalsá að Þverá við Rjúpnabeygju.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 568 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vonin ehf. fái lóðina við Stefnisgötu 10, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

18.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 111 - 2110008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 111. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 14. október 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?