Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
568. fundur 20. október 2021 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Skrúður á Núpi, Dýrafirði - friðlýsing - 2021090072

Lagt fram bréf Kristínar Huldu Sigurðardóttur og Péturs H. Ármannssonar f.h. Minjastofnunar Íslands, dagsett 10. september 2021, þar sem kynnt er að undirbúningur er hafinn að friðlýsingu Skrúðs í Dýrafirði. Ísafjarðarbæ er gefinn kostur á að koma á framfæri formlegum athugasemdum eigi síðar en 15. október 2021.

Á 1168. fundi bæjarráðs, þann 20. september 2021, var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir athugasemdir við útmörk friðlýsingar, þau mörk sem sýnd eru á loftmynd eru ekki í samræmi við þinglýst gögn þegar garðinum var afsalað til Ísafjarðarbæjar. Vísað er til skjals nr. 418-F-000765/1997 og óskað er eftir því að umrædd mörk verði í samræmi við þinglýst gögn.

2.Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði. Frá Norðdalsá að Þverá við Rjúpnabeygju. - 2021100071

Sigurþór Guðmundsson hjá Vegagerðinni, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði, frá Norðdalsá að Þverá við Rjúpnabeygju. Fylgigögn eru umsókn frá 15. október 2021 og yfirlitsmyndir og afstöðumyndir frá September 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir 2. áfanga Vestfjarðarvegar um Dynjandiheiði frá Norðurdalsá að Þverá við Rjúpnabeygju.

3.Umsókn um lóð fyrir hafnsækna starfssemi við Suðurtanga 20 - 2019060015

Lagt fram bréf Högna Gunnars Péturssonar og Péturs Þ. Jónassonar f.h. Þryms hf-vélsmiðju, þar sem afturkölluð er lóðarumsókn fyrirtækisins frá 31. maí 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd harmar að umsækjandi hafi fallið frá áformum sínum. Nefndin bendir hins vegar á að lóðin sem umsækjandi falaðist eftir með bréfi 31. maí 2019 er samkvæmt skipulagi samþykktu 15. júní 2017 ætluð undir gámasvæði sem er nauðsynlegur partur af rekstri Ísafjarðarhafnar.

Uppdráttur sem umsækjandi vísar í í umsókn sinni er skipulagsuppdráttur frá 2015 en 2017 - tveimur árum fyrir bréf umsækjanda - var skipulagi breytt og umrædd lóð felld út.
Umsækjanda var kynnt að þessi lóð var ekki til og á fundum umsækjanda með embættismönnum Ísafjarðarbæjar voru ræddir aðrir möguleikar sem myndu henta starfseminni.

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að Ísafjarðarhöfn hefur lagt í tugmilljóna króna kostnað vegna áforma umsækjanda með því að breyta gerð hafnarkants til að gera mannvirkið hæft fyrir rekstur bátalyftu.

4.Cycling Westfjords - umsókn um að setja niður upplýsingaskilti og merkingar á Ísafirði - 2021090112

Lagt fram bréf Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur f.h. verkefnisins Cycling Westfjords, ódagsett en barst með tölvupósti 28. september 2021, þar sem óskað er eftir því að setja niður upplýsingaskilti og merkingar á hjólaleiðum í Ísafjarðarbæ.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið en óskar eftir lokaútfærslu og staðsetningu skilta.

5.Mjallargata 5, Ísafirði. Kært til Úua 2021 vegna höfnunar á stöðuleyfi - 2021060011

Lagður fram úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja útgáfu á stöðuleyfi 20 feta geymslugáms við Mjallargötu 5 á Ísafirði og er sú ákvörðun felld úr gildi.
Lagt fram.

6.Brekkugata 5-Þingeyri_Umsókn um byggingarleyfi - 2021090096

Gunnlaugur Björn Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Trésmiður ehf. vegna breytinga á húsnæði að innan sem utan.
Fylgigögn eru umsókn um byggingarleyfi dags: 15.09.2021
Umsögn Minjastofnunar vegna framkvæmdar dags: 14.09.2021
Aðaluppdrættir frá Gingi teiknistofu dags: 03.09.2021
Skráningartafla frá Rögnu Þóru Ragnarsdóttur dags: 03.09.2021
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu fyrir aðliggjandi lóðarhöfum: Brekkugötu 1, Brekkugötu 7 og Fjarðargötu 10A.

7.Silfurtorg, Ísafirði -Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarbíl - 2021100015

Henrý Ottó Haraldsson sem er með matarbílinn Jötunn Átvagn óskar eftir stöðuleyfi við Silfurtorg á Ísafirði. Umsækjandi er nú þegar með stöðuleyfi við Edinborgarhúsið en óskar eftir að vera nær miðbænum með sína starfsemi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

8.Hafnarstræti 21_Umsókn um stöðuleyfi - 2021090055

Viðar Magnússon f.h. Sæverks ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir verkfæragám á byggingarlóð sinni að Hafnarstræti 21 á Þingeyri. Meðfylgjandi er umsókn frá 2.10.2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

9.Selakirkjuból 2-4, Breiðadal Neðri 4 og Breiðadal 2 -Innsta Bæ. Skipulagslýsing fyrir 9 ný sumarhús - 2021100018

Landeigendur áforma byggingu frístundahúsa á jörðunum Selakirkjubóli 2-4 (L141050), Breiðadal Neðri
4 (L141041) og Breiðadal 2 Innsta Bæ (L141038) í Önundarfirði. Gert er ráð fyrir allt að þremur frístundahúsum á hverri jörð, samtals níu hús. Áformin skiptast á tvö deiliskipulagssvæði, annars vegar fyrir Selakirkjuból 2-4 og hinsvegar fyrir
Breiðadal Neðri 4 og Breiðadal 2 Innsta Bæ. Landeigendur hafa tekið saman skipulagslýsingu fyrir hvort svæði fyrir sig í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindi.

10.Skógrækt Hrauni Ingjaldssandi - 2020040028

Eigendur Þorsteinsshorns ehf. og jarðarinnar Hrauns á Ingjaldssandi sækja um framkvæmdaleyfi skv. umsókn frá 12. október 2021, gróðursetningaráætlun frá 3. september 2021 og korti unnu af Skógræktinni, ódags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir áform um skógrækt í samræmi við innsend gögn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með útgáfu framkvæmdaleyfis.

11.Nýtt deiliskipulag við Hlíðargötu á Þingeyri - 2021100054

Lagðar fram hugmyndir á glærum, að nýju deiliskipulagi við Hlíðargötu á Þingeyri, unnið af Verkís, dags 4. október 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

12.Hlíðargata 17, Þingeyri. Umsókn um einbýlishúsalóð - 2021100057

Valdís Bára Kristjánsdóttir og Björn Drengsson, sækja um lóð undir einbýlishús við Hlíðargötu á Þingeyri skv. rafrænni umsókn sem barst 13. október 2021, ásamt loftmynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar sýndan áhuga en bendir á að nýtt deiliskipulag er í vinnslu og hvetur umsækjanda til að sækja um að nýju þegar lóðir fara í auglýsingu.

13.Stefnisgata 10, Suðureyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2021100059

Þórður Bragason hjá Útgerðarfélaginu Voninni ehf. sækir um lóð við Stefnisgötu 10 á Suðureyri undir atvinnuhús skv. rafrænni umsókn frá 15. september 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vonin ehf. fái lóðina við Stefnisgötu 10, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

14.Hóll, Hvilftarströnd. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2021100061

Birkir Þór Guðmundsson og Kristín Albertsdóttir, eigendur Hóls við Hvilftarströnd í Önundarfirði, sækja um framkvæmdaleyfi fyrir: aðkomu að býlinu með lagningu héraðsvegar, tengingu við fjarskipta- og raforkukerfis, inntaksmannvirkis fyrir heimarafstöð og fallpípu. Fylgigögn eru umsókn frá 12. október 2021, gildandi deiliskipulag frá 2021, heimild Vegagerðarinnar fyrir héraðsveg ásamt kennissniði og tillögumyndir af inntaksmannvirki Hólsvirkjunar frá 2021.
Erindi frestað.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?