Bæjarráð

1154. fundur 25. maí 2021 kl. 08:05 - 09:12 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Sigurður Hreinsson varamaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks víkur af fundi kl. 8:10. Marzellíus Sveinbjörnsson tekur við stjórn fundarins.

1.Áform Artic Fish og Arnarlax um byggingu sláturhúss - 2020090004

Lögð fram kynning forsvarsmanna Arctic Fish og Arnarlax ehf. um mögulega uppbyggingu sláturhúss á Flateyri, en óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til uppbyggingarinnar innan þriggja vikna.
Bæjarstjóra falið að taka saman gögn og upplýsingar vegna málsins og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Daníel kemur aftur inn á fundinn kl. 8:28 og tekur við stjórn fundarins að nýju.

Gestir

 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Gangstéttir 2021 - 2021040070

Lagt fram erindi Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 21. maí 2021, vegna verksins „Gangstéttir Hafraholt“ þar sem lagt er til að samið verði við Búaðstoð ehf., á grundvelli tilboðs þeirra, að fjárhæð 9.734.500.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Búaðstoð ehf. á grundvelli tilboðs félagsins, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
Axel yfirgefur fund kl. 8:35.

3.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2020 - 2021030109

Lögð fram til kynningar drög að minnisblaði Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 21. maí 2021, um greiningu á frávikum frá fjárhagsáætlun 2020 við drög að ársreikningi 2020, en fullunnið skjal verður lagt fyrir bæjarstjórn á næsta fundi hennar.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri

4.Greiðslustöðvun Kampi ehf - 2021010161

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. maí 2021, um stöðu máls vegna greiðslustöðvunar Kampa innan stjórnsýslunnar, ásamt yfirliti um skuldastöðu Kampa gagnvart sveitarfélaginu.
Umræður fóru fram og minnisblað lagt fram til kynningar.

5.Reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar - 2021030116

Lagðar fram til samþykktar reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 29. mars 2021, vegna málsins.

Á 1148. fundi bæjarráðs, þann 12. apríl 2021, vísaði bæjarráð málinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd, fræðslunefnd og velferðarnefnd.

Á 426. fundi fræðslunefndar, þann 15. apríl, var málið tekið fyrir og bókað nefndin eftirfarandi: „Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við reglurnar og leggur til að reglurnar verði samþykktar.“

Á 222. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, þann 21. apríl 2021, var málið tekið fyrir og bókaði nefndin eftirfarandi: „Íþrótta- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við reglurnar.“

Á 458. fundi velferðarnefndar, þann 20. maí 2021, var málið tekið fyrir og bókað nefndin eftirfarandi: „Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar.“

Er málið nú lagt fram í bæjarráði á nýjan leik til samþykktar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar.

6.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. - 2017020009

Á 1145. fundi bæjarráðs, þann 15. mars 2021, var lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 11. mars 2021, vegna aukins kostnaðar í barnaverndarsamstarfi á norðanverðum Vestfjörðum auk óskar um samþykkt viðauka vegna barnaverndar.

Jafnframt lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna aukins kostnaðar við úrræði utan heimilis hjá barnavernd.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 24.289.606,-

Málinu var frestað, og eru gögn nú lögð fram að nýju.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna samstarfs um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum.

Gestir

 • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:50

7.Starfshópur vegna nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - 2021030006

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 11. maí 2021, þar sem leitað er samþykkis bæjarstjórnar um skipan fulltrúa í starfshóp vegna nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, en stofnun starfshópsins var samþykkt á 1145. fundi bæjarráðs þann 15. mars 2021.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipan fulltrúa í starfshóp vegna nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, í samræmi við minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 15. mars 2021.
Margrét Geirsdóttir yfirgaf fundinn kl. 9:10.

8.Ákvörðun vatnsgjalds - umfjöllun ráðuneytis - 2021050064

Lagt fram bréf Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar, f.h. Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 7. maí 2021, þar sem óskað er eftir því að gjaldskrá vatnsveitu sveitarfélagsins verði yfirfarin með hliðsjón af leiðbeiningum ráðuneytisins um ákvörðun vatnsgjalds.
Einnig lagðar fram téðar leiðbeiningar og dæmi um útreikning vatnsveitna.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 18. maí 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál. Umsagnarfrestur er til 26. maí.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 19. maí 2021 þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál. Umsagnarfrestur er til 26. maí.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn vegan málsins í samræmi við umræður á fundinum.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 19. maí 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál. Umsagnarfrestur er til 2. júní.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarsviðs.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 19. maí 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar, 719. mál. Umsagnarfrestur er til 31. maí.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn vegan málsins í samræmi við umræður á fundinum.

13.Samráðsfundur aðildarsveitarfélaga NAVE 2021 - 2021050066

Lagður fram tölvupóstur Sigurðar Halldórs Árnasonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 20. maí 2021, þar sem boðað er til ársfundar NAVE þann 16. júní í Ráðhúsinu i Bolungarvík. Meðfylgjandi er dagskrá fundarins, ársreikningur NAVE fyrir árið 2020, skjal um stjórnarmenn stofunnar og samþykktir hennar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 560 - 2105004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 560. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. maí 2021.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 560 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Breytingin felur í sér tilfærslu á sjóvarnargarði meðfram Fjarðarstærti út í Krók vegna mögulegrar nýtingar á umframefni vegna uppdælingar við Sundabakka, sbr. minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasvið frá febrúar. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að heimila viðauka við fjárhagsáætlun vegna verksins.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 560 Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum er varðar framkvæmd í umhverfi vatnsverndarsvæðis og að þau komi fram í útboðslýsingu. Þá kallar nefndin eftir frekari gögnum sbr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi 772/2012.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 560 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á deiliskipulaginu skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
 • 14.10 2021050010 Ærslabelgur - Suðureyri
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 560 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja staðsetningu á ærslabelg á Suðureyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 560 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að MMV ehf. fái lóðina Hafnarstræti 26, Þingeyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 560 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila gerð lóðarleigusamnings fyrir Fjarðargötu 42, Þingeyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 560 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila gerð samnings um lóð í fóstur undir útilistaverkið „Lendingastaður fyrir geimskip“ við Skíðheima skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 560 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ævar Valgeirsson fái lóðina við Daltungu 8, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

15.Velferðarnefnd - 458 - 2105009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 458. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 20. maí 2021.

Fundargerðin er í átta liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:12.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?