Velferðarnefnd

458. fundur 20. maí 2021 kl. 08:10 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hlynur Reynisson varamaður
  • Hulda María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson formaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Harpa Björnsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Harpa Stefánsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Alberta G Guðbjartsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19 - 2021030049

Á 1145. fundi bæjarráðs, þann 15. mars 2021, var lagður fram tölvupóstur Bjarkar Birkisdóttur, f.h. félagsmálaráðuneytis, dags. 11. mars 2021, þar sem sveitarfélög eru hvött til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021. Bæjarráð vísar málinu til velferðarnefndar. Að auki lagt fram minnisblað Albertu G. Guðbjartsdóttur, deildarstjóra félagsþjónustu, dagsett 14. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Þættir framkvæmdaáætlunar 2022-2032 er snúa að velferðarmálum til umræðu.
Velferðarnefnd leggur áherslu á aðgengismál og styður að öðru leyti þær hugmyndir sem eru á framkvæmdaáætlun.

3.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Gjaldskrá 2022 á velferðarsviði til umræðu.
Velferðarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.

4.Reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar - 2021030116

Lagðar fram til samþykktar reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 29. mars 2021, vegna málsins.

Á 1148. fundi bæjarráðs, þann 12. apríl 2021, vísaði bæjarráð málinu til umsagnar nefndarinnar.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar.

5.Starfshópur vegna nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - 2021030006

Á 1145. fundi bæjarráðs þann 15. mars 2021 var samþykkt að stofna starfshóp frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lagt fram til kynningar minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 2. mars 2021.
Lagt fram til umræðu og kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Á 1145. fundi bæjarráðs, þann 15. mars 2021, var lagður fram tölvupóstur Sigríðar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis. dags. 8. mars 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál. Umsagnarfrestur er til 22. mars.

Bæjarráð vísaði málinu til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál. Umsagnarfrestur er til 5. maí.

Á 1151. fundi bæjarráðs, þann 3. maí 2021, var málinu vísað til nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 7. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál. Umsagnarfrestur er til 21. apríl.

Á 1148. fundi bæjarráðs þann 12. apríl 2021 var málinu vísað til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?