Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1143. fundur 01. mars 2021 kl. 08:05 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið yfir verkefnalista bæjarráðs.
Verkefnalisti yfirfarinn.
Daníel Jakobsson yfirgaf fund kl. 8.15. Marzellíus Sveinbjörnsson tók við stjórn fundarins.

2.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Lögð fram til kynningar gögn frá Thelmu Kristínu Kvaran, sérfræðingi hjá Intellecta, þar sem farið er yfir feril máls og niðurstöðu Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, og Thelmu Kristínar, varðandi ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Lagt fram til kynningar.
Daníel kom aftur inn á fundinn kl. 9.15 og tók við stjórn fundarins. Thelma yfirgaf fund kl. 9.00.

Gestir

  • Thelma Kristín Kvaran, hjá Intellecta - mæting: 08:15

3.Efling snjóflóðavarna á Flateyri. Drög að aðgerðaráætlun - 2021020132

Lögð fram samantekt Kristínar Mörthu Hákonardóttur, byggingaverkfræðings hjá Verkís, dags. 25. febrúar 2021, þar sem fram koma tillögur að ofanflóðavörnum fyrir Flateyri. Jafnframt lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 26. febrúar 2021, vegna málsins.
Bæjarráð fagnar framkomnum tillögum og leggur fyrir bæjarstjóra að vinna minnisblað um þær tillögur sem eru í kynningu Verkís fyrir bæjarstjórn til samþykktar, ásamt viðauka.

4.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. febrúar 2021, þar sem lagðar eru til breytingar á 8. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar, með hliðsjón af umræðum um málið á 471. fundi bæjarstjórnar þann 18. febrúar 2021.
Bæjarráð samþykkir tillögur skv. minnisblaði bæjarritara og vísar samþykktum til síðari umræðu.

5.Mánaðaryfirlit - 2020 - 2020030067

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra og Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 23. febrúar 2021, þar sem teknar eru saman upplýsingar um skatttekjur og laun fyrir janúar til desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

6.Fyrirspurn vegna þjónustumiðstöðvar - 2021020138

Lögð fram fyrirspurn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 26. febrúar 2021, þar sem óskað er skriflegra svara nokkurra spurninga varðandi þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

7.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

Á 1136. fundi bæjarráðs 11. janúar 2021 var lagt fram erindi Þórdísar Sigþórsdóttur, hjá Umhverfisstofnun, dags. 7. janúar 2021, þar sem áformaðar eru breytingar á tveimur sérreglum sem settar eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hornstrandir. Óskað var eftir athugasemdum Ísafjarðarbæjar. Bókað var: „Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglu nr. 10 um lendingar flugvéla innan friðlandsins, en telur framkomna tillögu af sérreglu nr. 2 of íþyngjandi.“ Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis-og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar.

Málið tekið fyrir á 551. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 13. janúar 2021. Bókað var: „Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillögur að breytingum á sérreglum 10, sem sett eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019. Þó telur hún að regla nr. 2 sé of íþyngjandi og óskýr. Óskar hún eftir samstarfi Umhverfisstofnunar og bæjarritara Ísafjarðarbæjar við útfærslu á reglu nr. 2."

Málið tekið fyrir á 102. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, 27. janúar 2021. Bókað var: "Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar tekur undir bókanir af 1136. fundi bæjarráðs og 551. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, auk þess sem nefndin gerir einnig athugasemd við að það sé ekki heimilt lengur að tjalda til einnar nætur í friðlandinu."

Málið tekið fyrir á 554. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 24. febrúar 2021, og lagt fram minnisblað bæjarritara, unnið að beiðni nefndarinnar, dags. 28. janúar 2021, og lagðar til breytingar á reglunum. Bókað var: „Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir ábendingar bæjarritara og leggur minnisblaðið fram sem umsögn um sérreglur í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum til Umhverfisstofnunar.“

Minnisblað og umsagnir nefndanna nú lagðar fram á fundi bæjarráðs.
Bæjarráð þakkar umsögn nefndarinnar og felur bæjarstjóra að koma athugasemdum samkvæmt minnisblaði til Umhverfisstofnunar.

8.Aðstaða sjósportklúbbins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. febrúar 2021, vegna tillögu að kaupum á eignarhluta Sjósportmiðstöðvarinnar að Suðurtanga 2, Ísafirði.

Jafnframt lögð fram drög að kaupsamningi og drög að samstarfssamningi við Sæfara.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

9.Hverfisráð 2021 - 2021020095

Lagt fram erindi hverfisráðs á Þingeyri, mótt. 23. febrúar 2021, þar sem óskað er svara við nokkrum spurningum í tengslum við deiliskipulag fyrir miðbæ og hafnarsvæðið á Þingeyri.
Bæjarstjóra falið að svara fyrirspurn hverfisráðsins.

10.Bekkur til minningar um hjónin Kristján Gíslason og Margréti Jóhönnu Magnúsdóttur - 2021020117

Lagt fram bréf Þórhöllu Guðmundsdóttur, dags. 17. febrúar 2021, f.h. afkomenda hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Margrétar Jóhönnu Magnúsdóttur, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja niður bekk til minningar um hjónin.
Bæjarráð þakkar innkomið erindi og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

11.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - 2020090092

Lagt fram til kynningar álit Egils Þórarinssonar og Jóns Ágústs Jónssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 19. febrúar 2021, um mat á umhverfisáhrifum 10.000 tonna ársframleiðslu Arnarlax á laxi í Ísafjarðardjúpi.
Lagt fram til kynningar.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 22. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál. Umsagnarfrestur er til 15. mars nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða hvort tilefni sé til að skila inn umsögn.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 23. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).141. mál. Umsagnarfrestur er til 9. mars.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 23. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál. Umsagnarfrestur er til 9. mars.
Bæjarráð vísar málinu til hafnarstjórnar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 23. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál. Umsagnarfrestur er til 9. mars.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 24. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál. Umsagnarfrestur er til 10. mars.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarnefndar.

17.Hverfisráð 2021 - 2021020095

Lagðar fram til kynningar fundargerðir hverfisráðs Þingeyrar, dags. 3. desember 2020, 21. janúar 2021 og 17. febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

18.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2021 - 2021010176

Lögð fram fundargerð 33. stjórnarfundar Vestfjarðastofu, sem haldinn var 27. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 554 - 2102017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 554. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 24. febrúar 2021.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 554 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Höfða í Dýrafirði L140963.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 554 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Garðar Sigurgeirsson f.h. Skeiðis ehf. fái lóðirnar Hrauntunga 1 og Hrauntunga 3, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
    Ósk um niðurfellingu á gatnargerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?