Skipulags- og mannvirkjanefnd

554. fundur 24. febrúar 2021 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Hrund Jack Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags Bolungarvíkurkaupstaðar - 2019050017

Bolungarvíkurkaupstaður óskar eftir athugasemdum Ísafjarðarbæjar við tillögu að Aðalskipulagi Bolungarvíkur 2020-2032. Frestur til athugasemda er til 10. mars 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir engar athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Bolungarvíkur 2020-2032.

2.Endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar - 2021020057

Lagður fram tölvupóstur Óskars Arnar Gunnarssonar, f.h. Landmótunar, dagsettur 10. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2035. Frestur er til 10. mars 2021.

Á 1141. bæjarráðs þann 15. febrúar 2021 vísaði bæjarráð málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn og leggja fyrir bæjarráð.

3.Höfði, Dýrafirði. Umsókn um stofnun lóðar úr landi L140963 - 2021020109

Brynjar Örn Þorbjörnsson sækir um heimild til uppskiptingu lands og stofnun lóðar í landi Höfða í Dýrafirði L140963. Fylgigögn er umsókn F-550 með samþykki landeiganda dags. 11. febrúar 2021 og uppdráttur af fyrirhugaðri lóð unninn af Tækniþjónustu Vestfjarða 23. október 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Höfða í Dýrafirði L140963.

4.Umsókn um lóð fyrir hafnsækna starfssemi við Suðurtanga 20 - 2019060015

Þrymur ehf. vélsmiðja óskar eftir lóð á Suðurtanga, Ísafirði, með aðgengi að hafnarbakka þar sem áætlað er að reisa upptökumannvirki fyrir báta og nætur.
Erindið var tekið fyrir á 205. fundi hafnarstjórnar og á 208. fundi hafnarstjórnar var hafnarstjóra falið að kanna hvort möguleiki væri á að fyrirhuguð starfsemi Þryms ehf. falli að heildarverki um stækkun hafnarinnar við Sundabakka.
Fylgigögn eru erindisbréf dags. 31. maí 2019 sem og upplýsingaskjal um upptökumannvirki líkt því sem Þrymur hyggst reisa við hafnarkantinn.
Þar sem umrædd lóð er á núverandi deiliskipulagi skilgreind sem gámasvæði er skipulagsfulltrúa falið að boða til fundar með umsækjanda og hafnarstjóra með það fyrir augum að finna lausn á málinu.

5.Hrauntunga 1-3. Umsókn um lóð undir parhús - 2021020102

Garðar Sigurgeirsson hjá Skeiði ehf. sækir um lóðir undir parhús við Hrauntungu 1-3, Ísafirði. Fylgiskjöl er undirrituð umsókn og mæliblað Tæknideildar, hvoru tveggja frá 18. febrúar 2021. Einnig óskar umsækjandi eftir niðurfellingu á gatnargerðargjöldum á þessum lóðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Garðar Sigurgeirsson f.h. Skeiðis ehf. fái lóðirnar Hrauntunga 1 og Hrauntunga 3, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Ósk um niðurfellingu á gatnargerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

6.Engjatunga 2-4. Umsókn um lóð undir íbúðarhús (parhús) - 2021020103

Garðar Sigurgeirsson hjá Skeiði ehf. sækir um lóðir undir parhús við Engjatungu 2-4, Ísafirði. Fylgiskjal er undirrituð umsókn frá 18. febrúar 2021. Einnig óskar umsækjandi eftir niðurfellingu á gatnargerðargjöldum á þessum lóðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki úthlutað lóðum við Engjatungu 2-4, því þær eru ekki tilbúnar til úthlutunar. Umsækjanda er bent á að sækja um lóðirnar þegar þær verða auglýstar á vef Ísafjarðarbæjar.

7.Ártunga 2, umsókn um byggingarleyfi - 2021020054

Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd EBS Fasteigna slf. Sótt er um byggingarleyfi v. nýbyggingar einbýlishúss.
Fylgigögn eru aðaluppdráttur frá Belkod dags. 05. febrúar 2021, byggingarleyfisumsókn, dags. 1. febrúar 2021 og erindisbréf með ósk um framlengingu á byggingarfresti, ódagsett.
Málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar um framlengingu á byggingarfresti.
Í ljósi aðstæðna veitir skipulags- og mannvirkjanefnd byggingafrest til 1. júní 2021.

8.Kirkjuból, Korpudal_Umsókn um byggingarleyfi, virkjun - 2021020062

Páll Á.R. Stefánsson sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu smávirkjunar ásamt stöðvarhúsi og inntakslóni (safnþró) að Kirkjubóli í Korpudal. Fylgigögn eru aðaluppdráttur frá M11 teiknistofu dags 17. desember 2020 og byggingarleyfisumsókn dags 20.desember 2020. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Eins er þeim framkvæmdum sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, nú þegar lokið. Erindi var frestað á 40. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og vísað til skipulags-og mannvirkjanefndar.
Nefndin óskar eftir öllum gögnum í samræmi við 7. gr. reglugerðar 772 um framkvæmdaleyfi.

9.Kirkjuból Korpudal_Umsókn um byggingarleyfi, frístundahús - 2021020029

Páll Á.R. Stefánsson sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu tveggja frístundahúsa í landi Kirkjubóls í Korpudal. Fylgigögn eru aðaluppdrættir frá M11 teiknistofa dags: 18.12.2020 og byggingarleyfisumsókn dags 20.12.2020. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Eins er þeim framkvæmdum sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, nú þegar lokið. Erindi var frestað á 40. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og vísað til skipulags-og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1 í skipulagsreglugerð 90/2013.
Skipulags- og mannvikjanefnd óskar eftir umsögn Veðurstofu vegna ofanflóðahættu.

10.Umsókn um lóð við Seljalandsveg og breyting á aðalskipulagi vegna íbúðarbyggðar - 2019110057

Lögð fram samningsdrög um afnot á landi við Seljalandsveg.
Samningsdrög lögð fram til kynningar.

11.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

Lagt er fram minnisblað bæjarritara, dags. 28. janúar 2021, varðandi breytingar á tveimur sérreglum í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir ábendingar bæjarritara og leggur minnisblaðið fram sem umsögn um sérreglur í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum til Umhverfisstofnunar.
Daníel Jakobsson vék af fundi 09:30
Axel Öveby vék af fundi 09:55
Lína Björg vék af fundi 09:55

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?