Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1139. fundur 01. febrúar 2021 kl. 08:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Áfangastaðastofa Vestfjarða - 2021010103

Á 1138. fundi bæjarráðs, þann 25. janúar 2021, var lagt fram erindi Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 13. janúar 2021, þar sem óskað var heimildar bæjarráðs til handa stjórnar Vestfjarðastofu/FV til að staðfesta samning um Áfangastaðastofu á Vestfjörðum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að samþykkt yrði sú tillaga að Áfangastaðastofa á Vestfjörðum yrði rekin sem deild innan Vestfjarðastofu og tæki við verkefnum Markaðsstofu Vestfjarða þar.

Jafnframt voru lögð fram drög að samstarfssamningi um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði Vestfjarða.

Málinu var frestað til næsta fundar, og fól bæjarráð bæjarstjóra að kalla eftir að Sigríður Ó. Kristjánsdóttir komi til fundar við bæjarráð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila stjórn Vestfjarðastofu/FV að staðfesta samning um Áfangastaðastofu á Vestfjörðum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að samþykkja að Áfangastaðastofa á Vestfjörðum verði rekin sem deild innan Vestfjarðastofu sem tekur við verkefnum Markaðsstofu Vestfjarða.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8.15.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05

2.Nýsköpunarbærinn Ísafjörður - 2021010035

Á 1136. fundi bæjarráðs, þann 11. janúar 2021, var lagt fram erindi Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra Vestfjarðastofu, dags. 21. desember 2020, þar sem óskað var samþykkis Ísafjarðarbæjar um tillagt samstarfsverkefni um Nýsköpunarmílu Ísafjarðar, auk þess sem óskað var tilnefningar þriggja fulltrúa í stýrihóp verkefnisins, eins fulltrúa í vinnuhóp og eins starfsmanns vegna framkvæmdar verkefnisins.

Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar til umsagnar.

Atvinnu- og menningarmálanefnd tók málið fyrir á 155. fundi sínum, þann 26. janúar 2021, þar sem eftirfarandi var bókað:

„Nefndin telur þetta gott og þarft verkefni, sem vekur vonir um að efla og glæða miðbæ Ísafjarðarbæjar í nánustu framtíð. Nefndin leggur til að bæjarráð samþykki að unnið verið að frekari þróun verkefnisins með Vestfjarðastofu.“
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samstarfsverkefni við Vestfjarðastofu um Nýsköpunarmílu Ísafjarðar.

Þá felur bæjarráð bæjarstóra að vinna málið áfram með mönnun í stýrihóp og vinnuhóp, og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.


3.Byggðakvóti Flateyri - 2020100013

Lagt fram erindi Gísla Jóns Kristjánssonar, f.h. ÍS47 ehf., og Antons Helga Guðjónssonar, f.h. Vestfisks Flateyri, dags. 29. janúar 2021, þar sem óskað er fundar með bæjarráði um breytingu á byggðakvótareglum fyrir Flateyri.

Gísli Jón og Anton Helgi mættu til fundar við bæjarráð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Gísli Jón og Anton helgi yfirgáfu fund kl. 8.50.

Gestir

  • Gísli Jón Kristjánsson - mæting: 08:30
  • Anton Helgi Guðjónsson - mæting: 08:30

4.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Lagt fram matsblað vegna ráðningar sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, unnið af sérfræðingi Intellecta.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

5.Greiðslustöðvun Kampa ehf - 2021010161

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 29. janúar 2021, vegna rekstrarerfiðleika Kampa.
Lagt fram til kynningar.

6.Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047

Á 1126. fundi bæjarráðs, þann 20. október 2020, var lagt fram bréf Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins, dags. 5. október 2020, þar sem óskað var eftir endurnýjun samnings við Ísafjarðarbæ, til þriggja ára, eða 2021-2023. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn til að samþykkja endurnýjun til eins árs, og fól bæjarstjóra að hefja viðræður við Kómedíuleikhúsið um breytingar á samkomulaginu.

Á 464. fundi bæjarstjórnar, þann 5. nóvember 2020, var samþykkt breytingatillaga um að senda málið til atvinnu- og menningarmálanefndar.

Atvinnu- og menningarmálanefnd tók málið fyrir á 155. fundi sínum þann 26. janúar 2021, þar sem lagt var til að starfsmaður vinni drög að samstarfssamningi við Kómedíuleikhúsið til tveggja ára, í samræmi við umræður á fundinum, og leggi fyrir bæjarráð til samþykktar.

Er nú lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar við Kómedíuleikhúsið til tveggja ára, árin 2021 og 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning Ísafjarðarbæjar við Kómedíuleikhúsið til tveggja ára, árin 2021 og 2022.

7.Hóll á Hvilftarströnd. Eyðijörð, lögbýli, tekið til ábúðar og landbúnaðarstarfsemi. - 2021010104

Á 1138. fundi bæjarráðs, þann 25. janúar 2021, var lagt fram erindi Birkis Þórs Guðmundssonar, dags. 18. janúar 2021, þar sem óskað var samþykkis bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar fyrir því að taka lögbýlið Hól á Hvilftarströnd, fnr. 212-6295, sem er eyðijörð, aftur til ábúðar og landbúnaðarstarfsemi.

Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti vegna áformanna og tilkynning landeiganda til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áformin.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að afla umsagnar um málið.

Nú er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa vegna málsins, dags. 27. janúar 2021.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að taka lögbýlið Hól á Hvilftarströnd, fnr. 212-6295, sem er eyðijörð, aftur til ábúðar og landbúnaðarstarfsemi

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 28. janúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.
Umsagnarfrestur er til og með 18. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 28. janúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.
Umsagnarfrestur er til og með 11. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22. janúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga vegna breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.
Umsagnarfrestur er til og með 10. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22. janúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.
Umsagnarfrestur er til og með 10. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags 26. janúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.
Umsagnarfrestur er til og með 9. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

13.36. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021010175

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. janúar 2021, þar sem boðað er til XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, þann 26. mars 2021, í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

14.Ýmis erindi 2020-2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2020100107

Lögð fram til kynningar 10. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála vegna Covid-19, dags. 28. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

15.Ýmis erindi 2020-2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2020100107

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. janúar 2021, þar sem kynnt eru drög að nýrri reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þar sem lagt er til að sjóðnum verði veitt heimild á árunum 2021 og 2022 til að úthluta samtals 363 m.kr. í sérstök framlög sem nema 50% af heildarkostnaði tiltekinna framkvæmda sem lúta að eftirtöldum verkefnum: 1)Úrbætur á aðgengi fatlaðs fólks að byggingum í eigu sveitarfélaga og byggingum í eigu annarra aðila þar sem um er að ræða samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila. 2) Úrbætur þannig að biðstöðvar almenningssamgangna séu aðgengilegar öllu fötluðu fólki svo og útivistarsvæði og almenningsgarðar. 3) Úrbætur sem lúta að viðeigandi aðlögun á vinnustöðum fatlaðs fólks.
Lagt fram til kynningar.

16.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2021 - 2021010176

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar Vestfjarðastofu með bæjarstjórum sveitarfélaga á Vestfjörðum, dags. 28. janúar 2021, vegna sameiginlegra mála sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

17.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 155 - 2101010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 155. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem fram fór þann 26. janúar 2021.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 155 Nefndin leggur til að starfsmaður vinni drög að samstarfssamningi til tveggja ára, í samræmi við umræður á fundinum, og leggi fyrir bæjarráð til samþykktar.

18.Fræðslunefnd - 422 - 2101005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 422. fundar fræðslunefndar sem fram fór þann 14. janúar 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 552 - 2101024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 552. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 27. janúar 2021.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 552 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 552 Með vísan í aðalskipulag og minnisblað leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að umsækjandi fái lóð undir fiskþurrkunarhjall að Stefnisgötu 4, Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 552 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Valdimar Jónsson f.h. Hjálms fasteigna ehf. fái lóð að Hafnarbakka 1, Flateyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur út gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 552 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hafnarstræti 6, Ísafirði, með kvöð um gönguleið í gegnum undirgöng og lóð.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 552 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Vallargötu 5, Flateyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 552 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Vallargötu 31, Þingeyri.

20.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 102 - 2011006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 102. fundar umhverfis- framkvæmdanefndar sem fram fór þann 27. janúar 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?