Menningarmálanefnd

155. fundur 26. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047

Lögð fram til kynningar skýrsla Kómedíuleikhússins fyrir árið 2020 í samræmi við samning Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

2.Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047

Lagt fram bréf Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins, dags. 5. október 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings við Ísafjarðarbæ, til þriggja ára, eða 2021-2023.

Á 1126. fundi bæjarráðs, þann 20. október 2020, lagði bæjarstjórn til að samþykkja endurnýjun til eins árs, og fól bæjarstjóra að hefja viðræður við Kómedíuleikhúsið um breytingar á samkomulaginu.

Á 464. fundi bæjarstjórnar, þann 5. nóvember 2020, var lögð fram breytingatillaga um að senda málið til atvinnu- og menningarmálanefndar sem samþykkti tillöguna.

Nefndin leggur til að starfsmaður vinni drög að samstarfssamningi til tveggja ára, í samræmi við umræður á fundinum, og leggi fyrir bæjarráð til samþykktar.

3.Viðburðir og hátíðahöld í Ísafjarðarbæ 2021 - 2021010109

Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, mætir til fundar til að ræða fyrirkomulag Skíðaviku og annarra hátíðahalda í sveitarfélaginu um páskana 2021.
Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, kynnir málið. Nefndin þakkar Tinnu fyrir samantektina.

Gestir

  • Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar - mæting: 08:52

4.Styrkir til menningarmála 2019 - 2018120007

Lögð fram til kynningar greinargerð um lokaskýrslur fyrir verkefni sem fengu úthlutaða styrki til menningarmála í síðari úthlutun árið 2019.
Lagt fram til kynningar.

Nefndin þakkar greinargerðina og telur ánægjulegt að styrkir til menningarmála í sveitarfélaginu sé nýttir til góðra og fjölbreyttra verkefna.

5.Nýsköpunarbærinn Ísafjörður - 2021010035

Lagt fram erindi Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra Vestfjarðastofu, dags. 21. desember 2020, þar sem óskað er samþykkis Ísafjarðarbæjar um tillagt samstarfsverkefni um Nýsköpunarmílu Ísafjarðar, auk þess sem óskað er tilnefningar þriggja fulltrúa í stýrihóp verkefnisins, eins fulltrúa í vinnuhóp og eins starfsmanns vegna framkvæmdar verkefnisins.

Á 1136. fundi bæjarráðs, þann 11. janúar 2021, vísaði bæjarráð erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar til umsagnar.
Nefndin telur þetta gott og þarft verkefni, sem vekur vonir um að efla og glæða miðbæ Ísafjarðar í nánustu framtíð. Nefndin leggur til að bæjarráð samþykki að unnið verið að frekari þróun verkefnisins með Vestfjarðastofu.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:30

6.Upplýsingamiðstöð Vestfjarða - framtíðaráform - 2020110034

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 12. nóvember 2020, varðandi framtíðarhugmyndir um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamála.

Minnisblað jafnframt lagt fram til kynningar á 1130. fundi bæjarráðs, þann 16. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Afnot af Svarta pakkhúsinu Flateyri - Hús og fólk - 2020090034

Á 153. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar, þann 17. september 2020, var lagt fram bréf Jóhönnu Kristjánsdóttur og Guðrúnar Pálsdóttur, f.h. félagsins Húsa og fólks ehf., þar sem óskað var áframhaldandi afnota af Svarta pakkhúsinu á Flateyri, fyrir sýningu um harðfisk og skreið, þegar endurbyggingu hússins lýkur.

Atvinnu- og menningarmálanefnd fól starfsmanni að óska frekari upplýsinga um sýningu Húsa og fólks, þ.e. framtíðaráform félagsins um notkun hússins.

Nú eru lögð fram gögn um endurbyggingu hússins, sem kallað var eftir frá umhverfis- og eignasviði, auk þess sem Jóhanna Kristjánsdóttir mætir til fundar til að ræða málefni hússins.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?