Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1137. fundur 18. janúar 2021 kl. 08:05 - 08:33 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Á 1135. fundi bæjarráðs þann 21. desember 2021 var lagt til við bæjarráð að heimila bæjarstjóra að hefja ráðningarferli nýs sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, með það í huga að nýr sviðsstjóri taki við á fyrstu mánuðum ársins 2021.

Bæjarráð vísaði tillögu um sameiningu velferðarsviðs og skóla- og tómstundasviðs, til umsagnar í velferðarnefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd, þar sem óskað var eftir að nefndirnar tækju afstöðu til þess hvort sameina ætti sviðin, bæði út frá staðsetningu skrifstofa og verkefnum.

Lögð er fram til kynningar umsögn fræðslunefndar, en 422. fundur nefndarinnar var haldinn 15. janúar 2021, þar sem málið var tekið fyrir.

Umsögn nefndarinnar er eftirfarandi:
„Það er mat fræðslunefndar að ekki sé tímabært að sameina velferðarsvið og skóla- og tómstundasvið þar sem þetta eru stórir og viðkvæmir málaflokkar. En fræðslunefnd telur mikið tækifæri í að auka samvinnu milli sviðanna og kannaður verður möguleiki á að samnýta starfsmenn sviðanna.“

Jafnframt lögð fram til kynningar umsögn íþrótta- og tómstundanefndar, en 219. fundur nefndarinnar var haldinn 15. janúar 2021, þar sem málið var tekið fyrir.

Umsögn nefndarinnar er eftirfarandi:
„Það er mat íþrótta- og tómstundanefndar að sameining sviðanna sé ekki tímabær að svo stöddu. Þessi svið standa fyrir stórum málaflokkum og ljóst er að vinna við sameiningu á þeim sé mikil vinna sem mun taka töluverðan tíma.“
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að hefja ráðningarferli nýs sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, í samræmi við uppfærð drög að auglýsingu.

2.Undanþágur verkfallsheimilda 2021 - 2021010008

Lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 14. janúar 2021, vegna undanþágu verkfallsheimilda.

Í minnisblaðinu eru drög að auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda varðandi málið.

Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á auglýsingunni.
Bæjarráð samþykkir drög að auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda og felur bæjarstjóra að sjá um birtingu.

3.Trúnaðarmál á eignasviði - 2021010059

Trúnaðarmál kynnt fyrir nefndarmönnum.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

4.Sjóvarnargarðar Suðueyri - 2021010060

Lagt fram erindi Sædísar Ólafar Þórsdóttur, formanns Hverfisráðs Súgandafjarðar, dags. 14. janúar 2021, þar sem komið er á framfæri áskorun íbúa um að ýta á eftir aðgerðaráætlun um betri sjóvarnir á Suðureyri og frekara samtali bæjarins við íbúa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

5.Örlaganótt Flateyri - notkun á lóð og svæði - 2021010062

Lagt fram erindi Helenu Jónsdóttur, verkefnastjóra á Flateyri, f.h. Jóhönnu Kristjánsdóttur og Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur, dags. 13. janúar 2021, þar sem óskað er eftir vilyrði sveitarfélagsins fyrir notkun á lóðinni við Unnarstíg 1 á Flateyri, og svæði í kringum hana, þar sem fyrirhugað er að setja upp upplifunar- og margmiðlunarsýningu um nóttina örlagaríku árið 1995, þegar snjóflóð féll á íbúðarhúsið sem stóð við Unnarstíg 1, en verkefnið hefur hlotið styrk til fyrsta þáttar verksins.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Daníel Jakobsson yfirgaf fund kl. 8.17. Marzellíus Sveinbjörnsson tók við stjórn fundarins.

6.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 10.000 tonn - 2017080006

Lagt fram erindi Steinars Rafns Beck Baldurssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, dags. 8. janúar 2021, þar sem kynnt er að Umhverfisstofnun hefur auglýst tillögu að starfsleyfi vegna sjókvíaeldis Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 8. febrúar 2021.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við starfsleyfi, en bendir á að það séu nokkur ár síðan Arctic Sea Farm skilaði inn umsókn um 10.000 tonna framleiðsluleyfi, og að það sé óásættanlegt að biðtími sé svo langur fyrir fyrirtæki í vexti.
Daníel tók aftur við stjórn fundarins kl. 8.23.

7.Óbyggðanefnd - kröfur ríkisins um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum - 2020100034

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ernu Erlingsdóttur, skrifstofustjóra Óbyggðanefndar, dags. 13. janúar 2021, þar sem upplýst er að kröfulýsingafrestur gagnaðila, þ.e. Ísafjarðarbæjar, á svæði 10B, hefur verið framlengdur um mánuð, eða til 1. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Ýmiss erindi 2020-2021 - 2020100107

Lögð fram til kynningar auglýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. janúar 2021, um Nýsköpunardaginn - áhrif covid-19 á opinbera þjónustu, en um er að ræða fjarráðstefnu sem haldin er fimmtudaginn 21. janúar 2021 kl. 9-11.30.
Lagt fram til kynningar.

9.Landsskipulagsstefna 2015 - 2026 - 2014010001

Lögð fram til kynningar umsögn Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, um viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026, dags. 8. janúar 2021, send Skipulagsstofnun.
Lagt fram til kynningar.

10.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stækkaðrar samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfjarða, frá 16. desember 2019 og 11. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 180 - 2012015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 180. fundar barnaverndarnefndar sem fram fór þann 18. desember 2020.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 422 - 2101005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 422. fundar fræðslunefndar sem fram fór þann 14. janúar 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 219 - 2101009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 219. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem fram fór þann 15. janúar 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 551 - 2101008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 551. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. janúar 2021.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:33.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?