Skipulags- og mannvirkjanefnd

551. fundur 13. janúar 2021 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Á 1131. fundi bæjarráðs var máli þessu vísað til nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

2.Breiðadalur - smávikjun neðan Breiðadalsvirkjunnar - 2021010046

M11 Teiknistofa, f.h. Orkuvinnslunnar ehf. kt. 4410060470, óskar eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir því að vinna deiliskipulagstillögu skv. skipulagslögum 123/2010, fyrir svæði undir smávirkjun neðan Breiðadalsvirkjunar í landi Veðrarár II, Breiðadal.
Fylgigögn eru:
Skipulagslýsing, dags. 19. nóv. 2020
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila gerð deiliskipulags skv. skipulagslögum 123/2010, fyrir svæði undir smávirkjun neðan Breiðadalsvirkjunar í landi Veðrarár II, Breiðadal.

3.Grjótvörn til norður frá Norðurtanga í Skutulsfirði - 2020110080

Lagt er fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. janúar 2021, vegna breytinga á sjóvörnum út með Norðurtanga og meðfram Fjarðarstræti.

Á 1136. fundi bæjarráðs, þann 11. janúar 2021, var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð þakkar góða kynningu og hvetur til áframhaldandi framgöngu þessa verkefnis.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.“
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar hugmyndinni inn í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

4.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

Lagður fram tölvupóstur og erindi Þórdísar Bjartar Sigþórsdóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, dags. 7. janúar 2021, þar sem Umhverfisstofnun áformar að leggja fram tillögur að breytingum á tveimur af 15 sérreglum sem settar eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019.

Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá Ísafjarðarbæ ef einhverjar eru. Frestur er til 18. febrúar 2021.

Á 1136. fundi bæjarráðs þann 11. janúar 2021 var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglu nr. 10 um lendingar flugvéla innan friðlandsins, en telur framkomna tillögu af sérreglu nr. 2. of íþyngjandi.

Þá vísar bæjarráð erindinu til umhverfis-og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar.“
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillögur að breytingum á sérreglum 10, sem sett eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019.

Þó telur hún að regla nr. 2 sé of íþyngjandi og óskýr. Óskar hún eftir samstarfi Umhverfisstofnunar og bæjarritara Ísafjarðarbæjar við útfærslu á reglu nr. 2.

5.Góuholt 10. Umsókn um byggingarleyfi - 2020120043

Kjartan Árnason, arkitekt, sækir um byggingarleyfi f.h. Þóru Marýjar Arnórsdóttur, kt. 1908893279 vegna eftirfarandi breytinga á húsnæði:
Sótt er um byggingarleyfi vegna tveggja viðbygginga, annars vegar viðbyggingu út frá stofu vestanmegin húss og hins vegar tengibygginu bílskúrs og íbúðarhúss.
Sótt er um leyfi til að saga niður úr gluggaopi á baðherbergi og koma fyrir hurð.
Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi íbúðarhúss.
Sótt er um leyfi til breytinga á bílskúr. Breytingarnar felast í eftirfarandi:
Í stað bílskúrshurðar skal koma fyrir glugga.
Breytta notkun á bílskúr sem og skráningu, þ.e. höfuðflokkun breytist frá (B)bílskúr yfir í (N)íbúðarrými.

Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar, hvort grenndarkynna þurfi breytingar þessar fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

Fylgigögn með umsókn eru:
Aðaluppdrættir ásamt sérupprdáttum arkitekta, ódagsett.
Byggingarleyfisumsókn, dags 02. des. 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki þurfi að grenndarkynna erindið með vísan í 44. gr. 2. mgr. skipulagslaga 123/2010.
Þóra Marý vék af fundi undir þessum lið.

6.Sætún 9, breytt aðkoma að bílskúr frá Stakkanesi - 2021010006

Njáll Flóki Gíslasoon sækir um breytta aðkomu bílskúrs síns við Sætún 9 á Ísafirði. Sótt er um að komast að bílskúrnum frá göngustíg sem liggur frá Stakkanesi að Miðtúni. Fylgiskjöl er uppdráttur frá des. 2020 og aðaluppdrættir hússins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari útfærslu á tillögunni, sérstaklega með tilliti til óvarinnar umferðar milli Stakkaness og Sætúns.

7.Aðalskipulag 2021-2033 tillaga - Fuglatjörn Skutulsfirði - 2021010037

Lagt fram erindi Björns Davíðssonar, dags. 21. desember 2020, þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi um gerð tjarnar í Skutulsfirði, en tjörnin myndi gegna þríþættu hlutverki; sem aðstaða fyrir fuglalíf á sumrin, sem skautasvell/opið svæði á veturna og sem losunarsvæði fyrir efni úr dýpkun Ísafjarðarhafnar.

Á 1136. fundi bæjarráðs þann 11. janúar 2021 var erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar erindið og vísar tillögunni inn í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

8.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Lagður fram til kynningar tölvupóstur og gögn frá Katli Berg Magnýssyni, f.h. íbúa á Þingeyri, dags. 12. desember 2020, en þann 10. október 2020, stóðu íbúar Dýrafjarðar, með aðstoð íbúasamtaka Þingeyrar, Allra vatna til Dýrafjarðar og Blábankanum, fyrir íbúafundi vegna gerðs nýs Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar, og eru nú lagðar fram tillögur og hugmyndir íbúa, með ósk um að tekið verði tillit til þessa í yfirstandandi endurnýjun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.

Á 1135. fundi bæjarráðs, þann 21. desember 2020, bókaði bæjarráð eftirfarandi: „Bæjarráð þakkar vel unnar tillögur og hugmyndir, og vísar þeim til skipulags- og mannvirkjanefndar.“
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar fyrir erindið og vísar tillögunum inn í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

9.Sjávargata 12, Þingeyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2020020041

Viðar Magnússon sækir að nýju um lóðina við Sjávargötu 12 á Þingeyri. Fylgiskjöl er umsókn dags. 18. desember 2020, mæliblað tæknideildar frá 18. mars 2020 og minnisblað tæknideildar frá 11. janúar 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar umsókninni frá með vísan í 2. gr. lið f. í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði.
Umsækjanda er bent á að sækja um að nýju þegar lóð hefur verið auglýst.

10.Fjarðarstræti 11, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021010030

Kristinn M. Einarsson og Aðalheiður Óladóttir, eigendur fasteignar 211-9477 og lóðarhafar að Fjarðarstræti 11 á Ísafirði, sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 6. janúar 2021 og mæliblað tæknideildar frá 8. janúar 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Fjarðarstræti 11, Ísafirði.

11.Hafnarstræti 6 á Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021010031

Eggert Þór Kristófersson f.h. Festar ehf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina F211-9630, Hafnarstræti 6 á Ísafirði. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 10. des. 2020 og mæliblað tæknideildar dags. 8. jan. 2021.
Máli frestað. Óskað er eftir frekari gögnum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?