Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1131. fundur 23. nóvember 2020 kl. 08:05 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs fól Nanný Örnu Guðmundsdóttur stjórn fundar kl. 10.00.

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Stytting vinnuviku - 2020090005

Lagt fyrir minnisblað Baldurs I. Jónassonar, mannauðsstjóra, dagsett 19. nóvember 2020, um útfærslu á styttingu vinnuviku hjá starfsfólki Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
Baldur yfirgaf fundinn kl. 9:10.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 08:10

3.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083

Lögð fram uppfærð útboðsgögn vegna snjómoksturs í Skutulsfirði og Hnífsdals, ásamt minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. nóvember 2020, en lagt er til að útboði verði vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila útboð á snjómokstri í Skutulsfirði og Hnífsdal, á grundvelli breytinga á útboðsgögnum.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:10

4.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lögð fram drög að samningi um frumathugun vegna viðbyggingar Hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning um frumathugun vegna viðbyggingar Hjúkrunarheimilisins Eyrar.

5.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Lögð fram drög að nýjum útboðsgögnum vegna knattspyrnuhúss, ásamt minnisblaði Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 16. nóvember 2020, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til breytinga á útboðsgögnum.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Axel yfirgaf fundinn kl. 9:30.

6.Tölvumál Ísafjarðarbæjar - 2017020127

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra, dags. 20. nóvember 2020, varðandi niðurstöðu útboðs um kaup á tölvubúnaði.
Bæjarráð samþykkir tilboð um tölvukaup samkvæmt minnisblaði.

7.Trúnaðarmál á mannauðssviði - 2020090017

Trúnaðarmál kynnt fyrir nefndarmönnum.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

8.Umsókn um frumkvöðlastyrk - Kalksalt - 2020100108

Lögð fram umsókn Kalksalts ehf. um frumkvöðlastyrk, dags. 12. september 2020, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 19. nóvember 2020.
Bæjarráð samþykkir að veita Kalksalti ehf. frumkvöðlastyrk samkvæmt minnisblaði.

9.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagt fram erindi Önnu Hildar Hildibrandsdóttur, stjórnarformanns Tungumálatöfra, dags. 16. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir fjárframlagi til Tungumálatöfra árið 2021, auk þess sem óskað er eftir að gera styrktarsamning til nokkurra ára.
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

10.Starfshópur um húsnæðismál á Flateyri - 2020110050

Lagður fram tölvupóstur Gunnhildar Gunnarsdóttur, skrifstofustjóra félagsmálaráðuneytisins, dags. 17. nóvember 2020, þar sem óskað er tilnefningar sveitarfélagsins um fulltrúa í starfshóp um húsnæðisþörf á Flateyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna í hópinn.

11.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Lögð fram yfirlitsskýrsla hafnarstjóra, dags. 12. nóvember 2020, þar sem kemur fram framvinda endurbyggingar og samantekt kostnaðar vegna snjóflóðsins sem féll í bátahöfnina á Flateyri þann 14. janúar 2020.
Skýrslan var kynnt á 216. fundi hafnarstjórnar þann 18. nóvember 2020. Hafnarstjórn vísaði skýrslunni til bæjarráðs til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 17. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál.

Umsagnarfrestur er til 1. desember.
Málinu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 18. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.
Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.
Málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 18. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.
Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar H. Sigurjónsdóttur, f.h. atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 18. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.

Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa.

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 17. nóv. 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.
Umsagnarfrestur er til 1. desember nk.
Málinu vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.

17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar H. Sigurjónsdóttur, f.h. allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 19. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.
Umsagnarfrestur er til 3. desember.
Málinu vísað til fræðslunefndar.

18.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 19. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.
Umsagnarfrestur er til 3. desember nk.
Málinu vísað til bæjarritara.

19.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags 18. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.
Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

20.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ýmis erindi 2020 - 2020060103

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019.
Lagt fram til kynningar.

21.Ýmis erindi 2020-2021 - 2020100107

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. nóvember 2020, vegna landsþings sambandsins.
Lagt fram til kynningar.

22.Lýðskólinn á Flateyri - 2016110085

Lögð fram drög Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, að samningi við Lýðskólann til næstu þriggja ára, ásamt minnisblaði dags. 20. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

23.Lýðskólinn á Flateyri - 2016110085

Lagður fram viðauki 19 við fjárhagsáætlun 2020, en bæjarstjóra var falið að gera viðauka vegna málsins á 1130. fundi bæjarráðs 16. nóvember 2020.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0, eða óbreytt rekstrartap kr. -372.442.288,-.

Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt rekstrartaps kr. -379.384.175,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 19 við fjárhagsáætlun 2020 vegna styrks til endurbóta á Nemendagörðum Lýðskólans.

24.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans vegna ársins 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 ásamt drög að greinargerð fyrir árið 2021.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

25.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Lagðar fram gjaldskrár 2021, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 20. nóvember 23020, um tillögur að breytingum á gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar gjaldskrám Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

26.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 20. nóvember 2020 um áhrif kjarasamninga á laun árið 2020 og áætluð áhrif í launaáætlun 2021.
Lagt fram til kynningar.

27.Hafnarstjórn - 216 - 2011014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 216. fundar hafnarstjórnar, sem fram fór 18. nóvember 2020.

Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.

28.Íþrótta- og tómstundanefnd - 216 - 2011012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 216. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem fram fór 18. nóvember 2020.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

29.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 34 - 2011013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 34. fundar almannavarnarnefndar sem fram fór 13. nóvember 2020.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?