Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
216. fundur 18. nóvember 2020 kl. 12:05 - 13:37 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Anna Ragnheiður, Sigríður og Sigurður eru viðstödd í gegnum fjarfundabúnað.
Marzellíus Sveinbjörnsson, formaður hafnarstjórnar, leggur til að mál 2020110047 verði tekið á dagskrá hafnarstjórnar með afbrigðum. Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 1. liður á dagskrá.

1.Dæling efnis á Suðurtanga 14 - 2020110047

Lögð fram beiðni Hampiðjunnar, dags. 13. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar við að hækka byggingarland Hampiðjunnar við Suðurtanga 14.
Hafnarstjóri upplýsti fundarmenn um fyrirhugaða röð framkvæmda vegna lengingar Sundabakka. Þar kom fram að dæling getur hafist fyrr en ætlað var og möguleiki að sú framkvæmd geti nýst lóðarhafa.

Hafnarstjórn sér ekki færi á að taka þátt í kostnaði við fergjun lóðar að öðru leyti en því sem tilheyrir uppdælingu efnis vegna lengingar Sundabakka og sú framkvæmd gæti hugsanlega hafist í apríl 2021.
Sigríður Gísladóttir mætir til fundar við upphaf 2. fundarliðar, kl. 12:26.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lögð fram drög að rekstrarreikningi, rekstraryfirliti og framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs 2021.
Hafnarstjóri kynnir drög að rekstrarreikningi, rekstraryfirliti og framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs 2021.

Hafnarstjóri upplýsir um að ekki sé gert ráð fyrir neinum komum skemmtiferðaskipa 2021 en að jákvæðar fréttir um bóluefni gegn Covid-19 gefi þó vonir um að það gæti breyst.

Drög rædd, samþykkt og vísað til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.

3.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Lögð fram yfirlitsskýrsla hafnarstjóra, dags. 12. nóvember 2020, þar sem kemur fram framvinda endurbyggingar og samantekt kostnaðar vegna snjóflóðsins sem féll í bátahöfnina á Flateyri þann 14. janúar 2020.
Hafnarstjóri fer yfir helstu atriði skýrslunnar.

Hafnarstjórn þakkar fyrir greinargóða skýrslu og vísar skýrslunni til kynningar í bæjarráði.

4.Ósk um samstarf vegna fyrirhugaðra kaupa á björgunarbáti - 2020110044

Lagt fram bréf Magnúsar Einars Magnússonar, fyrir hönd björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, dags. 2. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir samstarfi vegna fyrirhugaðra kaupa á björgunarbáti fyrir björgunarsveitina
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

5.Amazing Westfjords - hafnargjöld og Covid-19 - 2020100093

Lagt fram bréf Ragnars Ágústs Kristinssonar, f.h. Amazing Westfjords, dags. 16. september 2020, þar sem óskað er lækkunar á hafnargjöldum vegna verkefnaskorts í heimsfaraldri.
Á 1127. fundi bæjarráðs var eftirfarandi bókað:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til hafnarstjórnar til úrvinnslu með almennum hætti.
Afgreiðslu máls frestað.

Hafnarstjóra falið að ræða við bæjarstjóra um útfærslu á styrkjum og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

6.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Lagt fram bréf Gísla Gíslasonar, formanns Hafnasambands Íslands, dags. 6. nóvember 2020, þar sem boðað er til rafræns hafnasambandsþings 27. nóvember 2020. Í bréfinu eru einnig tillögur varðandi ályktanir þingsins.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lögð fram kynning á drögum að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun) sem birt var 10. nóvember 2020.
Umsagnarfrestur er til 23. nóvember nk.
Einnig lögð fram drög að umsögn Hafnasambands Íslands um frumvarpsdrögin.
Lagt fram til kynningar.

8.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Lagðar fram fundargerðir 427. og 428. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem fram fóru þann 19. október og 13. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?