Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1129. fundur 09. nóvember 2020 kl. 08:05 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 6. nóvember 2020, varðandi skatthlutföll fasteignagjalda fyrir áætlun ársins 2021, auk helstu markmiða áætlunarvinnunnar.
Rætt um að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði hækki um 3%, á meðalheimili, að tiltekinni hækkun á fasteignamati. Jafnframt rætt um að sorpgjald standi undir kostnaði per. heimili.

Rætt um að gera ráð fyrir auknum kostnaði á mannauðsdeild til að leita lausna við heilsueflandi aðgerðir, með það að markmiði að draga úr veikindafjarvistum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna fjárhagsáætlun 2021 áfram með það að markmiði að lágmarka fyrirséðan rekstrarhalla.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:35

3.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun 2021.
Rætt um að unnið verði að því að fjárfest verði á árinu 2021 sem nemur veltufé frá rekstri, að viðbættri sölu eigna.

4.Ársfjórðungsuppgjör Q3 2020 - 2020110019

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 6. nóvember 2020, auk uppgjörs Ísafjarðarbæjar fyrir þriðja ársfjórðung 2020 sem var sent Hagstofu Íslands 6. nóvember síðastliðinn

Uppgjörið sýnir neikvæða rekstrarniðurstöðu upp á 147,7 m.kr. fyrir janúar til september 2020. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðum rekstrarafgangi upp á 139 m.kr.
Lagt fram til kynningar.

5.Örútboð / Verðfyrirspurnir - 2019030103

Lagt fram til kynningar minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupastjóra, dags. 6. nóvember 2020, vegna örútboðs vegna endurskoðunar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða út endurskoðun skv. upplýsingum og skilmálum minnisblaðsins.

6.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Á 9. fundi nefndar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, dags. 27. október 2020, var lögð fram til kynningar skýrsla frá SE-Groops.

Nefndin vísar málinu til bæjarráðs til ákvörðunar næstu skrefa.

Á 1128. fundi bæjarráðs, þann 2. nóvember 2020, var málinu frestað.
Bæjarráð felur starfshóp um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal að kanna frekar samþættingu við sumarnotkun í Tungu- og Seljalandsdal og gerð verði drög að framkvæmdaplani hjólreiða- og göngustíga í Skutulsfirði, auk framkvæmdaplans á núverandi skíðasvæði.

7.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Á 9. fundi starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, dags. 27. október 2020, var lagt fram minnisblað Gunnars Páls Eydals, f.h. Verkís.

Nefndin vísar málinu til bæjarráðs til ákvörðunar næstu skrefa.

Á 1128. fundi bæjarráðs, þann 2. nóvember 2020, var málinu frestað.
Lagt fram til kynningar.

8.Aðstaða sjósportklúbbins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091

Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 4. nóvember 2020, vegna Siglingaklúbbsins Sæfara.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð.

9.Beiðni um samkomulag vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags - 2020110025

Lagt fram bréf Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, dags. 5. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir samkomulagi vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

10.Beiðni um greiðslu kostnaðar í kjölfar snjóflóða á Flateyri - 2020100110

Lagt fram bréf Ingibjargar Guðmundsdóttur og Helenu Jónsdóttur, f.h. Gunnukaffis ehf., dags. 30. október 2020, þar sem óskað er að sveitarfélagið greiði ýmsan kostnað sem til féll í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri í janúar 2020. Á 1128. fundi bæjarráðs, þann 2. nóvember 2020, var málinu vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

Á 464. fundi bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2020, var málinu vísað aftur til bæjarráðs, og bæjarstjóra falið að gera viðauka.

Er nú lagður fram viðauki 18 við fjárhagsáætlun 2020, vegna styrks til Gunnukaffis ehf. vegna þáttar félagsins við að sjá um veitingar og sinna þætti fjöldahjáparaðstöðu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna í janúar 2020.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0, eða óbreytt rekstrartap kr. -372.442.288,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt rekstrartaps kr. -379.384.175,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 18 við fjárhagsáætlun 2020 vegna greiðslu kostnaðar vegna Gunnukaffis ehf.

11.Þorsk-og silungseldi í Ísafjarðardjúpi, tegundabreyting - beiðni um umsögn - 2020110022

Lagður fram tölvupóstur Jóns Smára Jónssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 6. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum tegundabreyting í fiskeldi skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.

Einnig lagðar fram greinargerðir tilkynninga um fyrirhugaða tegundabreytingu.

Umsagnarfrestur er til 23. nóvember 2020
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn til bæjarráðs.

12.Drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna afhendingarskyldra aðila - 2020110012

Lagður fram tölvupóstur Njarðar Sigurðssonar, sviðsstjóra skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 3. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna afhendingarskyldra aðila.
Frestur til að skila inn umsögn við regludrögin er til og með 4. desember 2020.
Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar.

13.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 25. júní 2020, ásamt umsókn Árna Þórs Árnasonar, kt. 240459-5669, f.h. Massa þrifa ehf. kt. 651103-2580 vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Silfurgötu 12, Ísafirði.

Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 3. nóvember 2020, vegna málsins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til Árna Þórs Árnasonar, vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Silfurgötu 12, Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. nóvember 2020.

14.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018-2020 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 17. ágúst 2020, ásamt umsókn Hrundar Sæmundsóttur, vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Urðarvegi 15, Ísafirði. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 24. september 2020, vegna málsins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til Hrundar Sæmundsdóttur, vegna rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Urðarvegi 15, Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. september 2020.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 5. nóvember 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.
Umsagnarfrestur er 19. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Ýmiss erindi 2020-2021 - 2020100107

Lögð fram til kynningar 7. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála vegna Covid-19, dags. 6. nóvember 2020.
Bæjarráð vísar málinu til velferðarnefndar.

17.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga - 2020110026

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur, sérfræðings í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 5. nóvember 2002, vegna ákvörðunar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, en heimild til fjarfunda sveitarstjórna er framlengd til 10. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2020, ásamt fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

19.Íþrótta- og tómstundanefnd - 215 - 2011003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 215. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 4. nóvember 2020.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Velferðarnefnd - 453 - 2011005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 453. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var þann 5. nóvember 2020.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?