Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
215. fundur 04. nóvember 2020 kl. 08:10 - 08:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sif Huld Albertsdóttir formaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
B. Karen Gísladóttir boðaði forföll og enginn kom í hennar stað.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar yfirfarinn.

2.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2020 - 2020110006

Rætt um útfærslu á útnefningu á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2020.
Rætt um útnefningu á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2020. Málinu frestað til næsta fundar.

3.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Lagt fram uppkast að breyttu umsóknarferli uppbyggingasamninga.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

4.Samningur um gagnkvæman aðgang íbúa að íþróttamannvikjum í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík - 2020110007

Lagður fram til kynningar samstarfssamningur sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytis.
Lagt fram til kynningar.

5.Auka afsláttur á skíðakortum haustið 2020 vegna Covid-19 - 2020110009

Lögð fram tillaga um auka afslátt haustið 2020 af árskortum á skíðasvæði vegna Covid-19.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að árskort á skíðasvæði verði seld með 30% afslætti út árið 2020 til þeirra sem áttu árskort veturinn 2019-2020.

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?