Íþrótta- og tómstundanefnd

215. fundur 04. nóvember 2020 kl. 08:10 - 08:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sif Huld Albertsdóttir formaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
B. Karen Gísladóttir boðaði forföll og enginn kom í hennar stað.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar yfirfarinn.

2.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2020 - 2020110006

Rætt um útfærslu á útnefningu á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2020.
Rætt um útnefningu á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2020. Málinu frestað til næsta fundar.

3.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Lagt fram uppkast að breyttu umsóknarferli uppbyggingasamninga.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

4.Samningur um gagnkvæman aðgang íbúa að íþróttamannvikjum í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík - 2020110007

Lagður fram til kynningar samstarfssamningur sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytis.
Lagt fram til kynningar.

5.Auka afsláttur á skíðakortum haustið 2020 vegna Covid-19 - 2020110009

Lögð fram tillaga um auka afslátt haustið 2020 af árskortum á skíðasvæði vegna Covid-19.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að árskort á skíðasvæði verði seld með 30% afslætti út árið 2020 til þeirra sem áttu árskort veturinn 2019-2020.

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?