Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1128. fundur 02. nóvember 2020 kl. 08:05 - 11:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Hafdís Gunnarsdóttir varamaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Suðurtangi 14 - Lóðafrágangur - 2020100089

Lagt fram bréf Pálma Benediktssonar, f.h. Hampiðjunnar ehf., dags. 21. október 2020, vegna grundunaraðstæðna á lóð við Suðurtanga 14 á Ísafirði.
Jón Einar Marteinsson og Pálmi Benediktsson mættu til fjarfundar í gegnum Zoom og fóru yfir málið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Gestir

 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:15
 • Jón Einar Marteinsson, rekstrarstjóri Hampiðjunnar Neskaupstað - mæting: 08:25
 • Pálmi Benediktsson, byggingatæknifræðingur Mannvits - mæting: 08:25

3.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 30. október 2020, þar sem óskað er eftir samþykkt bæjarráðs til þess að óska eftir fresti til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til framlagningar fjárhagsáætlunar 2021 fyrir bæjarstjórn.

Jafnframt lagt fram til kynningar uppfært ferli fjárhagsáætlunargerðar 2021, þar sem gert er ráð fyrir að fyrri umræða fjárhagsáætlunar verði 19. nóvember, í stað 15. október 2020. Síðari umræða um fjárhagsáætlun er áætluð á sama tíma og áður, eða 3. desember 2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fresti til framlagningar fjárhagsáætlunar 2021 fyrir bæjarstjórn, í samræmi við uppfært ferli fjárhagsáætlunargerðar.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:05

4.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lögð fram til kynningar drög að rekstrarreikningi og rekstraryfirliti áætlunar 2021, ásamt fjárhagsáætlun 2021 sundurliðuð á deildir og sundurliðuð á fjárhagslykla.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun 2021-2024, unnin úr líkani KPMG.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun 2021-2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 30 október 2020, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja framkomið tilboð, alls kr. 56.100.000, dags. 29. október 2020, í íbúð 0303 í Sindragötu 4a, Ísafirði, sem samþykkt var af sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar 29. október 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkomið tilboð.

8.Hóll á Hvilftarströnd. Bygging á íbúðarhúsi og rafstöð á lögbýli - 2020050055

Lagt fram erindi Kristínar Bjargar Albertsdóttur, dags. 30. október 2020, um beiðni um heimild til að mega hefja framkvæmdir á grundvelli meðfylgjandi skipulagsuppdráttar samkvæmt greinargerð og umhverfisskýrslu sem fram kemur á uppdrættinum, að undangenginni grenndarkynningu.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

9.Hreystivöllur við Hlíf - 2020090088

Lagður fram viðauki 17 við fjárhagsáætlun 2020, ásamt minnisblaði Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 30. október 2020, þar sem óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar fyrir kaupum á hreystitækjum við Hlíf.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0, eða óbreytt rekstrartap kr. -372.442.288,-.

Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt rekstrartaps kr. -379.384.175,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 17 við fjárhagsáætlun 2020.
Axel R. Överby yfirgaf fundinn kl. 10.30.

Gestir

 • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 10:20

10.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Lagður fram viðauki 16 við fjárhagsáætlun 2020 vegna reksturs málefna fatlaðra 2020.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-. Um er að ræða aukningu á launakostnaði um kr. 46.954.546,- og áætlaðar tekjur á móti frá Byggðarsamlagi Vestfjarða kr. 46.954.546,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0, eða óbreytt rekstrartap kr. -372.442.288,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt rekstrartaps kr. -379.384.175,-
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja málið fyrir stjórn Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.
Margrét Geirsdóttir og Edda María Hagalín yfirgáfu fundinn kl. 10.40.

11.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Á 9. fundi nefndar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, dags. 27. október 2020, var lögð fram til kynningar skýrsla frá SE-Groops.

Nefndin vísar skýrslunni til kynningar í bæjarráði.
Málinu frestað til næsta fundar.

12.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Á 9. fundi starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, dags. 27. október 2020, var lagt fram minnisblað Gunnars Páls Eydals, f.h. Verkís.

Nefndin vísar málinu til bæjarráðs til ákvörðunar næstu skrefa.
Málinu frestað til næsta fundar.

13.Strandverðir Íslands - 2020100106

Lagður fram tölvupóstur og fréttabréf Þórarins Tota Ívarssonar, framkvæmdastjóra Veraldavina, dags. 29. október 2020, þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins til hreinsunar strandlengju Íslands.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

14.Umsókn um frumkvöðlastyrk - Kalksalt - 2020100108

Lögð fram umsókn Sæbjargar Freyju Gísladóttur, f.h. Kalksalts ehf., dags. 12. september 2020, um frumkvöðlastyrk í samræmi við reglur Ísafjarðarbæjar.
Málinu frestað til næsta fundar.

15.Lýðskólinn á Flateyri - 2016110085

Lagt fram erindi Egils Ólafssonar, f.h. stjórnar Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri, dags. 23. október 2020, ásamt kostnaðaráætlun, þar sem óskað er eftir styrk vegna endurbóta á húsnæði Nemendagarða á Flateyri (Eyrarvegur 8) að fjárhæð kr. 6.000.000.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða stjórn Nemendagarða Lýðskólans til fundar við bæjarráð.

16.Beiðni um greiðslu kostnaðar í kjölfar snjóflóða á Flateyri - 2020100110

Lagt fram bréf Ingibjargar Guðmundsdóttur og Helenu Jónsdóttur, f.h. Gunnukaffis ehf., dags. 30. október 2020, þar sem óskað er að sveitarfélagið greiði ýmsan kostnað sem til féll í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri í janúar 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja beiðni Gunnukaffis ehf.

17.Vegagerðin Vestfjarðarumdæmi -Viðbragðsáætlun Dýrafjarðagangna - 2020100095

Lögð fram til kynningar skýrsla Vegagerðarinnar, dags. 21. október 2020, Dýrafjarðargöng Viðbragðsáætlun, en áætlunin er unnin af Vegagerðinni og er m.a. byggð á viðbragðsáætlunum annarra jarðganga. Samráð var haft við Slökkvilið Ísafjarðarbæjar og Lögregluna á Vestfjörðum við vinnslu hennar.
Lagt fram til kynningar.

18.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. velferðanefndar Alþingis, dags. 23. október 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál. Umsagnarfrestur er til 13. nóvember nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra vinna málið áfram.

19.Ýmiss erindi 2020-2021 - 2020100107

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. október 2020, vegna kynningar á málþingi um íbúasamráð þann 9. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

20.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2019-2020 - 2019050057

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 27. október 2020, ásamt fundargerð 30. fundar stjórnar Vestfjarðastofu.
Lagt fram til kynningar.

21.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 546 - 2010014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 546. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 28. október 2020.

Fundargerðin er í 15 liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 546 Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við viðbragðsáætlun Dýrafjarðarganga og vísar skýrslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
 • 21.4 2019060041 Tjarnarreitur Þingeyri
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 546 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð deiliskipulagsins skv. 41. gr skipulagslaga.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 546 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á aðalskipulagi skv. VII. kafla skipulagslaga.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 546 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila úthlutun lóðar nr. 7 í Dagverðardal til umsækjandans Marzellíusar Sveinbjörnssonar, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 546 Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar erindið en stendur við fyrri ákvörðun. Nefndin telur að ekki séu heimildir í skipulagi fyrir þær framkvæmdir sem sótt er um.
  Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar heimilar þrjú frístundahús á lögbýli ef aðstæður leyfa, sbr. töflu 7.19 ákvæði F37 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
  Framkvæmdaraðila er bent á að óska eftir því við bæjaryfirvöld að fá heimild til að hefja skipulagsvinnu.
 • 21.15 2020050033 Gjaldskrár 2021
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 546 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á gjaldskrám umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021. Gjaldskrár miðast við hækkun sem er ekki umfram 2,5% skv. lífskjarasamningi og vísar nefndin gjaldskrá slökkviliðs til umræðu í bæjarráði.

22.Velferðarnefnd - 452 - 2010024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 452. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 23. október 2020.

Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?