Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
546. fundur 28. október 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun hættumats vegna ofanflóða - 2020100028

Lagt fram bréf Tómasar Jóhannessonar f.h. Veðurstofu Íslands, vegna endurskoðunar hættumats á varnarmannvirkjum á Flateyri og Seljalandshlíð, Ísafirði.
Fylgigögn eru:
Bréf til sveitastjórnar, dags.1.10.2020.
Tölvupóstur frá Veðurstofu Íslands, dags. 2.10.2020.
Yfirlitskort Veðurstofunar yfir áhættumat á Flateyri og á Ísafirði, ódags.
Lagt fram til kynningar.

2.Vegagerðin Vestfjarðarumdæmi -Viðbragðsáætlun Dýrafjarðaganga - 2020100095

Lögð er fram skýrsla Vegagerðarinnar frá október 2020,„Dýrafjarðargöng ? viðbragðsáætlun“. Áætlunin er unnin af Vegagerðinni og er m.a. byggð á viðbragðsáætlunum annarra jarðganga. Samráð var haft við Slökkvilið Ísafjarðarbæjar og Lögregluna á Vestfjörðum.
Fylgigögn eru:
Viðbragðsáætlun Dýrafjarðargöng m. teikningum, dags. 21.10.2020
Tölvupóstur frá Guðmundi Rafni Kristjánssyni, Vegagerðinni, dags. 21.10.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við viðbragðsáætlun Dýrafjarðarganga og vísar skýrslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.Girðingar búfjár. Umbætur og hagræðing í starfshópi - 2020090102

Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar óskar eftir samstarfi og upplýsingagjöf á stöðu mála girðinga hjá Ísafjarðarbæ. Ástæðan er að Vegagerðin hefur komið á laggirnar vinnuhópi til að vinna að stefnumótun á umbótum á girðingum til hagræðingar. Fylgiskjöl eru undirritað bréf frá Vegagerðinni, dags. 28.09.2020, tölvupóstur frá Vegagerðinni, dags. 30.09.2020 og Excel-skjal fyrir sveitarfélagið að fylla út.
Lagt fram til kynningar.

4.Tjarnarreitur Þingeyri - 2019060041

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Tjarnarreit á Þingeyri, unnin af Verkís 2020. Fylgigögn eru: Deiliskipulagsuppdráttur, dags. 23. október 2020.
Greinargerð deiliskipulags, dags. 23. október 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð deiliskipulagsins skv. 41. gr skipulagslaga.

5.Skólagata 8-10 og A stígur 1. Breyting á deiliskipulagi Suðureyrarmala - 2020100092

Lögð fram breyting á deiliskipulagi Suðureyrarmala. Breytingin snýr að því að sameina lóðirnar við Skólagötu 8 til 10 og lóðina við A-stíg 1. Fylgiskjal er tillaga á uppdrætti og greinargerð unnin af Verkís ehf. dags. 22.10.2020.
Lagt fram til kynningar.

6.Engjavegur 7, 400. Umsókn um byggingarleyfi -dyr og verönd - 2020080018

Á 542. fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar þann 26. ágúst 2020 var heimilað, skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga, að grendarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir að Engjavegi 7, Ísafirði, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Framkvæmdirnar eru nýjar dyr og bygging verandar við suðvestur-enda hússins. Frestur til athugasemda var til 19. október 2020. Ein athugasemd barst. Fylgigögn eru grenndarkynningarbréf og athugasemd sem barst innan tímafrests, dags. 15.10.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.

7.Reiðvöllur við Kaplaskjól. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2020080034

Marinó Hákonarson, f.h. Hestamannafélagsins Hendingar, sækir um framkvæmdaleyfi til byggingar reiðvallar á svæði hestamannafélagsins í Engidal skv. deiliskipulagi samþ. 28.01.2000.
Fylgigögn eru:
Umsókn um framkvæmdaleyfi, dags. 12.08.2020
Deiliskipulag Engidals, dags. 28.01.2000.
Vinnuteikningar, dags. 01.11.2011.
Verklýsing reiðvallar Engidal. ódags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir reiðvöll í Engidal.

8.Hverfisráð - framkvæmdafé 2020-2022 - 2020080032

Á 1127. fundi bæjarráðs, þann 5. október 2020 var lagður fram til kynningar tölvupóstur Sædísar Ólafar Þórsdóttur, formanns Hverfisráðs Súgandafjarðar, dags. 29. september 2020, varðandi tillögur að nýtingu framkvæmdafjár 2020-2022, í samræmi við breytt verklag.

Bæjarráð tók vel í hugmyndir Hverfisráðs Súgandafjarðar um uppbyggingu tjaldsvæðis við vestanvert Lónið á Suðureyri og vísaði erindinu til frekari úrvinnslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

9.Verkefnastjóri Flateyri - Glamping Flateyri - Vilyrði fyrir notkun á landi Ísafjarðarbæjar í Önundarfirði - 2020100011

Á 1127. fundi bæjarráð þann 5. október 2020 var lagður fram tölvupóstur Helenu Jónsdóttur, verkefnastjóra á Flateyri, f.h. Dýrleifar Ýrar Örlygsdóttur og Þórunnar Ásdísar Óskarsdóttur, dags. 28. september 2020, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir notkun á landi Ísafjarðarbæjar í Önundarfirði fyrir „Glamping“.

Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum varðandi framkvæmd og útfærslu hugmyndarinnar.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

10.Umsókn um afnot af svæði undir hjólabrautir - 2019010058

Hjólreiðafélagið Vestri óskar eftir að gera afnotasamning við Ísafjarðarbæ um lóð við Grænagarð, þar sem félagið hyggst byggja upp æfingaaðstöðu félagsmanna. Fylgigögn eru mæliblað af svæðinu, dags. 25.11.2019 og umsókn um afnot af svæðinu, dags. 23.04.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá samningi við Hjólreiðafélag Vestra um afnot af landi Ísafjarðarbæjar við Grænagarð.

11.Góustaðir við Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003

Gauti Geirsson óskar eftir leyfi Ísafjarðarbæjar að hefja breytingu á aðalskipulagi á landi Góustaða þar sem hluta úr landinu, sem nú er skilgreint sem landbúnaðarland, verður breytt í íbúðabyggð. Þá mun sú lóð sem tekin verður úr Góustaðalandi verða hluti af íbúabyggð í Sunnuholti, Ísafirði.
Fylgiskjöl eru:
Erindisbréf, dags. 07.10.2020.
Loftmynd af svæðinu og fyrirhugaðri lóð, ódags.
Tölvupóstur með samskiptum eigenda Góustaða og Gauta Geirssonar varðandi áætlanir þessar, dags. 01.10.2019
Gátlisti Skipulagsstofnunnar varðandi óverulega breytingu á Aðalskipulagi, dags. janúar 2016.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á aðalskipulagi skv. VII. kafla skipulagslaga.

12.Dagverðardalur 7. Umsókn um frístundahúsalóð - 2020050069

Marzellíus Sveinbjörnsson sækir um sumarbústaðarlóð númer 7 í Dagverðardal, Skutulsfirði. Fylgigögn er undirrituð umsókn ásamt greinargerð, dags.12.10.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila úthlutun lóðar nr. 7 í Dagverðardal til umsækjandans Marzellíusar Sveinbjörnssonar, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun

13.Hóll á Hvilftarströnd. Bygging á íbúðarhúsi og rafstöð á lögbýli - 2020050055

Lagt fram erindi frá Birki Þór Guðmundssyni þar sem óskað er eftir því að skipulags- og mannvirkjanefnd endurskoði ákvörðun sína frá fundi nefndarinnar þann 10. júní 2020, þar sem nefndin ályktaði að vegna umfangs og eðlis framkvæmda á Hóli þurfi að deiliskipuleggja svæðið áður en kemur til framkvæmda.
Fylgigögn eru:
Erindi, dags. 04.09.2020.
Leiðbeiningablað Skipulagsstofnunnar nr. 8b, 2. útg. jan. 2007.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar erindið en stendur við fyrri ákvörðun. Nefndin telur að ekki séu heimildir í skipulagi fyrir þær framkvæmdir sem sótt er um.
Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar heimilar þrjú frístundahús á lögbýli ef aðstæður leyfa, sbr. töflu 7.19 ákvæði F37 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Framkvæmdaraðila er bent á að óska eftir því við bæjaryfirvöld að fá heimild til að hefja skipulagsvinnu.

14.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Stöðuleyfi fyrir gám við Mjallargötu 5 var hafnað á 542. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar. Umsækjandi óskar eftir endurupptöku. Fylgigögn er greinargerð með skýringarmyndum dags. 25.09.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar erindið en stendur við fyrri ákvörðun.

15.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Kynnt er gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021, sem tilheyrir þeim gjaldskrám sem heyra undir umhverfis- og eignasvið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á gjaldskrám umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021. Gjaldskrár miðast við hækkun sem er ekki umfram 2,5% skv. lífskjarasamningi og vísar nefndin gjaldskrá slökkviliðs til umræðu í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?