Bæjarráð

1126. fundur 20. október 2020 kl. 08:05 - 11:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Snjóflóðasetur Flateyrar - 2020080056

Lagður fram tölvupóstur Eyþórs Jóvinssonar, f.h. starfshóps um uppbyggingu Snjóflóðasafns á Flateyri, dags. 6. október 2020, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir Snjóflóðasafn, auk óskar um tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Jafnframt lögð fram viðskiptaáætlun Snjóflóðasafnsins og myndir af skipinu og hugmyndum að staðsetningum á Flateyri.

Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í hafnarstjórn á 1125. fundi sínum þann 12. október sl.

Umsögn hafnarstjórnar, skv. 215. fundi, þann 15. október 2020 er eftirfarandi:

Hafnarstjórn fagnar áhugaverðri hugmynd en telur að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar.

Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina.

Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila.
Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri, kynnti málið.
Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri, fór yfir bókun hafnarstjórnar.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Gestir yfirgáfu fundinn kl. 8:40.

Gestir

 • Helena Skaptason Jónsdóttir, verkefnastjóri Flateyrar - mæting: 08:15
 • Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri - mæting: 08:15

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Lagður fram viðauki 15 við fjárhagsáætlun 2020 vegna barnaverndar á árinu 2020.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er neikvæð um kr. 6.894.811.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 6.894.811, eða lækkun rekstrartaps úr kr. -365.547.477,- í kr. -372.442.288,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 6.894.811,- eða lækkun rekstrartaps úr kr. -372.489.364,- í kr. -379.384.175,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 15 við fjárhagsáætlun 2020 vegna barnaverndar á árinu 2020.

Gestir

 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:50
 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:50

4.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 16. október 2020, varðandi þróun fasteignagjalda og áætlun ársins 2021.
Umræður fóru fram.

5.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Framkvæmdaáætlun 2021-2024 lögð fram til umfjöllunar
Umræður fóru fram.

6.Tungubraut 2-8 - 2020060112

Lagður er fram tölvupóstur frá Ómari Guðmundssyni f.h. Nýjatúns ehf., dags. 14. okt. sl., þar sem óskað er eftir þvi að gefnir verði út lóðaleigusamningar vegna framkvæmda við Tungubraut 2-8, jafnframt er kynnt minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. október 2020
Málinu frestað.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að vinna málið áfram.

7.Afsláttur af gjaldskrá vatnsveitu Ísafjarðarbæjar, Kampi. - 2019060071

Lagður fram tölvupóstur Brynjars Ingasonar f.h. Kampa ehf., dagsett 9. október 2020, þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um að endursemja um afsláttarkjör á vatnsnotkun.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra gjaldskrá með afsláttarkjörum með almennum hætti, og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 10:30.

8.Óbyggðanefnd - kröfur ríkisins um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum - 2020100034

Lagt fram bréf Ernu Erlingsdóttur, skrifstofustjóra, og Sigmars Arons Ómarssonar, yfirlögfræðings, f.h. óbyggðanefndar, dags. 12. október 2020, um kynningu á kröfum íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 10B, Ísafjarðarsýslur.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. október 2020, varðandi málefni sveitarfélagsins fyrir óbyggðanefnd og næstu skref.

Jafnframt lögð fram til kynningar kynningarhefti óbyggðanefndar sem inniheldur kröfulýsingu ríkisins varðandi svæði 10B og yfirlitskort með kröfulínum.
Bæjarráð samþykkir að veita Friðbirni E. Garðarssyni hrl. umboð til að taka að sér málið fyrir hönd sveitarfélagsins, og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Axel R. Överby yfirgefur fundin kl. 10.45.

9.Skíðasvæði 2020 - 2020030035

Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 16. október 2020, um ósk um kaup á minni sérhæfðari snjótroðara.
Bæjarráð leggur til að málinu verði vísað til bæjarstjórnar með tölulegum upplýsingum um kaupin.

10.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073

Lagt fram til kynningar bréf Björns Jónssonar, f.h. Þrúðheima ehf., dags. 24. september 2020, þar sem óskað er gagna varðandi mál um líkamsrækt á Ísafirði.

Jafnframt lagt fram til kynningar svarbréf Ísafjarðarbæjar, vegna fyrrgreinds bréfs, og bréfs forsvarsmanna Þrúðheima ehf. sem dags. er 20. ágúst 2020, dags. 13. október 2020, ásamt fylgiskjölum nr. 1-20.
Lagt fram til kynningar.

11.Afnotasamningur um Salthúsið á Þingeyri 2020-2022 - 2020100059

Lagður fram til samþykktar afnotasamningur Ísafjarðarbæjar við handverkshópinn Koltru um Salthúsið á Þingeyri fyrir árin 2020-2022.
Bæjarráð samþykkir afnotasamning Ísafjarðarbæjar við handverkshópinn Koltru fyrir árin 2020-2022.

12.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri 2020-2022 - 2020100058

Lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar við handverkshópinn Koltru um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri fyrir árin 2020-2022.
Bæjarráð vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.

13.Beiðni um stuðning við afreksíþróttasvið við Menntaskólann á Ísafirði 2020-2021 - 2020100060

Lagt fram bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, dags. 14. október 2020, þar sem óskað er áframhaldandi stuðnings sveitarfélagsins við afreksíþróttasvið Menntaskólans á Ísafirði, fyrir skólaárið 2020-2021, með samþykkt styrktarsamnings alls að fjárhæð kr. 1.911.613.
Bæjarráð vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.

14.Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047

Lagt fram bréf Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins, dags. 5. október 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings við Ísafjarðarbæ, til þriggja ára, eða 2021-2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun samnings til eins árs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við Kómedíuleikhúsið um breytingar á samkomulaginu.

15.Skipulagsmál á Suðurtanga - 2020100061

Mál sett á dagskrá bæjarráðs að beiðni Marzellíusar Sveinbjörnssonar, fulltrúa Framsóknarflokks í bæjarráði.
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af umgengni á Suðurtanga, á svæði sem er í eigu Ísafjarðarbæjar. Bæjarstjóra falið að koma með tillögur að úrbótum þannig að svæðið verði bæjarbúum til sóma og leggja fyrir bæjarráð.

16.Útkomuspá 2020 - Eftirlitsnefnd sveitarfélaga - 2020100055

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Gústavs Arons Gústavssonar, f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 9. október 2020, þar sem óskað er eftir að útkomuspá ársins 2020 og fjárhagsáætlun 2021, eins og hún verður lögð fyrir sveitarstjórn, berist eigi síðar en 1. nóvember nk. á netfangið gustav.a.gustavsson@srn.is. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um til hvaða fjárhagslegra aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins.
Lagt fram til kynningar.

17.Frestir vegna fjárhagsáætlana 2021 - 2020100056

Lagt fram til kynningar bréf Hermanns Sæmundssonar og Stefaníu Traustadóttur, f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 15. október 2020, þar sem vakin er athygli á því að óski sveitarfélag eftir því verða eftirfarandi frestir veittir:
1. Byggðarráð eða framkvæmdarstjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.
2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

18.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2020/2021 - 2020090041

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóns Þrándar Stefánssonar, sérfræðings í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 14. október 2020, þar sem frestur sem ráðuneytið veitti til að skila tillögum til ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga er framlengdur til 30. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

19.Hádegissteinn - Úrbætur m.t.t öryggis - 2020100018

Lögð fram til kynningar verklýsing Framkvæmdasýslu ríkisins fyrir steypta undirstöðu og grautun við Hádegisstein í Hnífsdal vegna ofanflóðavarna í sunnanverðum Hnífsdal, dags. í nóvember 2020. Jafnframt lagðar fram til kynningar teikningar Verkís hf. vegna málsins.

Á 545. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 14. október 2020 var málinu vísað til bæjarráðs til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

20.Fulltrúaráð EBÍ - Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands - 2020100057

Lagður fram tölvupóstur Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið kjósi sér fulltrúa í fulltrúaráð EBÍ, í stað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur.

Samkvæmt 9. gr. samþykkta EBÍ er fulltrúaráð eignarhaldsfélagsins skipað fulltrúum sveitarfélaganna í landinu eftir nánari ákvæðum þessara laga. Fulltrúaráðið hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Ári eftir reglulegar sveitarstjórnarkosningar skulu kaupstaðir og héraðsnefndir, sem fulltrúa eiga í fulltrúaráði félagsins, tilnefna einn mann og annan til vara í fulltrúaráðið.
Bæjarráð leggur til að Bryndís Ósk Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, verði fulltrúi sveitarfélagsins í EBÍ.

21.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegsfélaga 2020 - 2020100054

Lagður fram tölvupóstur Valgerðar Freyju Ágústsdóttur, f.h. stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 13. október 2020, þar sem boðað er til aðalfundar samtakanna í fjarfundi þann 30. október 2020, kl. 11.00.

Jafnframt lagt fram til kynningar dagskrá aðalfundar, ársreikningur 2018 og 2019, skýrslu stjórnar árið 2020, tillaga að fjárhagsáætlun 2021, og fundargerð 59. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.

22.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 13. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál.
Umsagnarfrestur er til 27. október nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

23.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. október nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

24.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. október nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

25.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15 október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.
Umsagnarfrestur er til 29. október nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

26.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2020 - 2020020069

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 16. október sl., auk fundargerðar 130. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, dags. 15. október sl.
Lagt fram til kynningar.

27.Hafnarstjórn - 215 - 2010011F

Lögð fram til kynningar fundargerð hafnarstjórnar sem fram fór 15. október 2020.

Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • 27.2 2020050033 Gjaldskrár 2021
  Hafnarstjórn - 215 Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrá með að meðaltali 2,5% hækkun 2021 skv. lífskjarasamningi, nema rafmagn til endursölu hækkar í samræmi við gjaldskrárhækkun orkusala og aflagjald óbreytt, 1,58%.

  Hafnarstjórn vísar gjaldskrá til umræðu í bæjarráði.
 • Hafnarstjórn - 215 Hafnarstjórn fagnar áhugaverðri hugmynd en telur að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar.

  Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina.

  Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila.

28.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 545 - 2009030F

Lögð fram til kynningar fundargerð 545. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 14. október 2020.

Fundargerðin er í 13 liðum.

Lagt fram til kynningar.
 • 28.1 2020050033 Gjaldskrár 2021
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 545 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á gjaldskrám umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021. Gjaldskrár miðast við hækkun sem er ekki umfram 2,5% skv. lífskjarasamningi og vísar nefndin gjaldskrám til umræðu í bæjarráði.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 545 Vísað til bæjarstjórnar til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 545 Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurheimt votlendis á jörð Skóga og Horns á vegum Votlendissjóðs. Telur nefndin að svæðið sem um ræðir falli ekki undir skilgreiningu núverandi Aðalskipulags sem landbúnaðarjarðir sem beri að halda í.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 545 Skipulags- og mannvirkjanefnd, leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð að nýju í samræmi við 2. gr. skipulagslaga sem óveruleg breyting á deiliskipulagi Flateyrarodda.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 545 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hafnarbakka 5, Flateyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 545 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Oddaveg 3, Flateyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 545 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Aðalgötu 22, Suðureyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 545 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjandi fái lóð undir fiskþurrkunarhjall að Stefnisgötu 4, Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?