Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
215. fundur 15. október 2020 kl. 12:00 - 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir varamaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Eftirtaldir fundarmenn sátu fundinn í gegnum fjarfundabúnað: Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, Guðmundur M. Kristjánsson, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir og Sigríður Gísladóttir.

1.Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2021 - 2020050032

Hafnarstjóri leggur fram drög að framkvæmdaáætlun fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs 2021-2024.
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, fer yfir drög að framkvæmdaáætlun fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs 2021-2024.

Í máli hans kemur meðal annars fram að í áætluninni beri hæst framkvæmd við lengingu Sundabakka á Ísafirði. Einnig að mikil óvissa ríki um tekjur vegna komu skemmtiferðaskipa árið 2021.

2.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Lögð fram drög að gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021.
Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrá með að meðaltali 2,5% hækkun 2021 skv. lífskjarasamningi, nema rafmagn til endursölu hækkar í samræmi við gjaldskrárhækkun orkusala og aflagjald óbreytt, 1,58%.

Hafnarstjórn vísar gjaldskrá til umræðu í bæjarráði.

3.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram til kynningar bréf Fannars Gíslasonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 30. september sl., vegna opnunar tilboða í stálþil og festingar vegna verkefnis við lengingu stálþils á Sundabakka á Ísafirði.
Lægsta tilboðið átti G. Arason og var upp á kr. 152.172.860,- án vsk. m.v. gengi evru 160 kr. Innifalið í tilboðinu er flutningur á verkstað á Ísafirði og uppskipun.
Lagt fram til kynningar.

4.Snjóflóð í Önundarfirði og Súgandafirði 14.1.2020 - 2020010042

Umræður um vöktun og viðvörunarljós við höfnina á Flateyri í samræmi við viðbragðsáætlun almannavarnarnefndar vegna snjóflóðahættu á Flateyri.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

5.Endurskoðun hættumats vegna ofanflóða - 2020100028

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Tómasar Jóhannessonar, f.h. Veðurstofu Íslands, auk bréfs Árna Snorrasonar, forstjóra Veðurstofu Íslands, dags. 1. október 2020, þar sem fram kemur að hættumat undir leiðigörðum á Flateyri og Seljalandshlíð á Ísafirði verði endurskoðað.
Lagt fram til kynningar.

6.Snjóflóðasetur Flateyrar - 2020080056

Lagður fram tölvupóstur Eyþórs Jóvinssonar, f.h. starfshóps um uppbyggingu Snjóflóðasafns á Flateyri, dags. 6. október 2020, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir Snjóflóðasafn, auk óskar um tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Jafnframt lögð fram viðskiptaáætlun Snjóflóðasafnsins og myndir af skipinu og hugmyndum að staðsetningum á Flateyri.

Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í hafnarstjórn á 1125. fundi sínum þann 12. október sl.
Hafnarstjórn fagnar áhugaverðri hugmynd en telur að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar.

Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina.

Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila.

7.Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040

Lagður fram til kynningar samningur Ísafjarðarbæjar og Fisherman ehf. vegna landbyggingar og hafnargerðar innan við Brjót á Suðureyri, ásamt afstöðu- og sniðmynd.
Samningur lagður fram til kynningar.

8.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Lögð fram til kynningar fundargerð 426. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem fram fór þann 28. september sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?