Bæjarráð

1102. fundur 20. apríl 2020 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Vegna Covid-19 fer fundur fram í gegnum Zoom fjarfundabúnað.

1.Dagskrár og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Farið yfir verkefnalista bæjarráðs
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Framlengin tímabundinnar ráðningar sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs - 2020040024

Kynnt minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 17.4.2020, um framlengingu tímabundinnar ráðningar sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlengja ráðningu til eins árs, frá 1. ágúst nk.

3.Umhverfis- og eignasvið - Útboð & útboðsgögn 2020 - 2020030081

Lagt er fram bréf Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 15. apríl 2020, vegna verksins „Leikskólinn Tjarnabær - endurbætur á þaki og þakkanti“ þar sem lagt er til að samið verði við Vestfirska Verktaka ehf. um verkið á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fyrirvara að uppfylltar séu kröfur innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

4.Fastís, sala eigna 2019 - 2018120019

Kynnt minnisblað sviðsstjóra umhverfis og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Axels Rodriguez Överby, dags. 16. apríl 2020, þar sem lagt er til að Fastís, fái umboð vegna umsýslu og rekstur á óseldum fasteignum í Sindragötu 4,
Bæjarráð samþykkir tillöguna skv. minnisblaði.
Axel yfirgefur fundinn kl. 08:50.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby - mæting: 08:45

5.Dómur Landsréttar mál nr. 567/2019, Hraðfrysthúss Norðurtangi ehf. gegn Ísafjarðarbæ - 2020040022

Lagður fram tölvupóstur Andra Andrasonar, hjá Juris ehf., dags. 7. apríl sl., vegna dóms Landsréttar í máli nr. 567/2019, mál Hraðfrystihúss Norðurtanga ehf., gegn Ísafjarðarbæ.
Dómur lagður fram til kynningar.

6.Málefni kirkjugarða - 2013100065

Lagt fram bréf Magnúsar Erlingssonar, sóknarprests, f.h. stjórnar Kirkjugarða Ísafjarðar, dags. 6. apríl sl., þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi kirkjugarðinum á Réttarholti í Engidal til tvær landspildur svo stækka megi kirkjugarðinn.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

7.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ný greiðsluáætlun 2020 - 2020040015

Lagður fram tölvupóstur Guðna Geirs Einarssonar, f.h. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 7. apríl sl., vegna óvissu um tekjur jöfnunarsjóðs á árinu 2020.
Lagt fram til kynningar.

8.Kórónaveiran COVID-19 gögn frá Vinnumálastofnun - 2020030054

Kynntur tölvupóstur Guðrúnar Stellu Gissuarardóttur, f.h. Vinnumálastofnunar, dags. 15. apríl 2020, þar sem teknar eru saman tölfræðiupplýsingar vegna fjölda umsókna til Vinnumálastofnunar um minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi á Vestfjörðum
Lagt fram til kynningar.

9.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Lögð fram til kynningar skýrsla Vestfjarðastofu um smávirkjanir á Vestfjörðum. Skýrslan er dagsett 6. apríl sl.
Málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

10.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Frummatsskýrsla Arctic Sea Farm vegna 8000 tonna eldis í Ísafjarðardjúpi, frá Jóni Þóri Þorvaldssyni, sérfræðingi hjá Skipulagsstofnun, dags. 8. apríl.

Umsagnarbeiðni og frumrit skýrslu berst með bréfpósti. Umsagnarfrestur til 4. maí.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

11.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 170 - 2004004F

Lögð fram fundargerð 170. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem fram fór 7.4.2020. Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 415 - 2004005F

Lögð fram fundargerð 415. fundar fræðslunefndar, sem fram fór 6.4.2020. Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 207 - 2003011F

Lögð fram fundargerð 207. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór 1.4.2020. Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 537 - 2004001F

Lögð fram fundargerð 537. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 15.4.2020. Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 6 - 2004003F

Lögð fram fundargerð 6. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem fram fór 8.4.2020. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95 - 2003007F

Lögð fram fundargerð 95. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 7.4.2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • 16.2 2020010053 Terra - eftirlit 2020
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95 Umhverfis- og framkvæmdanefnd minnir á að staðið verði við gerða samninga. Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar til bæjarstjórnar breyttri gjaldskrá vegna hærra urðunargjalds og vísitölubreytinga.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?