Umhverfis- og framkvæmdanefnd

95. fundur 07. apríl 2020 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Fundur haldinn með Zoom fjarfundabúnaði.

1.Göngustígar 2020 - 2020010070

Lögð fram samantekt um áætlaðan kostnað vegna göngustíga í samræmi við fundarbókun fyrri fundar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að farið verði í þessar framkvæmdir og bætt verði við áningastöðum. Umhverfisfulltrúa er falið að hefja hugmyndavinnugerð vegna göngustígs að Siggakofa, einnig að göngustígatengingu við Engidal.

2.Terra - eftirlit 2020 - 2020010053

Lagt fram minnisblað Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa dags. 21.2.2020 varðandi hækkun gjaldskrár fyrir sorp á móttökustöð með tilliti til hækkunar urðunargjalds og vísitöluhækkana skv. samningi um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd minnir á að staðið verði við gerða samninga. Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar til bæjarstjórnar breyttri gjaldskrá vegna hærra urðunargjalds og vísitölubreytinga.

3.Hundaeftirlit 2020 - 2020030070

Umræður um samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ og svæði þar sem hundar mega vera í lausagöngu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd minnir á að lausaganga hunda er bönnuð innan þéttbýlis og hundaeigendur þurfi að taka tillit til annarra og sýna kurteisi. Málinu er vísað til skipulags- mannvirkjanefndar til frekari útfærslu.

4.Kría í sveitafélaginu - 2020030082

Umræður um kríur og aðkomu sveitarfélagsins um varpsvæði þeirra.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd minnir á að krían er friðaður fugl. Umhverfisfulltrúa er falið að vinna að lausnum næst mannabyggðum, þar sem vandamálið er stærst.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?