Bæjarráð

1088. fundur 06. janúar 2020 kl. 08:05 - 08:46 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur - 2018020100

Lagður fram tölvupóstur Egils Þórarinssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 27. desember sl., þar sem óskað er umsagnar um frummatsskýrslu um vegagerð á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63).
Bæjarráð vísar umsagnarbeiðninni um frummatsskýrsluna til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Fylgiskjöl:

2.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019/2020 - 2019090036

Lagður fram tölvupóstur Sigurbjargar Óladóttur f.h. atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsettur 30. desember sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða útgerðarmenn til fundar vegna sérreglna við úthlutun byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar.

3.Almenningssamgöngur milli sveitarfélaga - 2016080041

Lagður er fram tölvupóstur Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra dags. 18. desember sl., til bæjarstjóra Súðavíkurhrepps og Bolungarvíkurkaupstaðar auk minnisblaðs starfshóps um endurskipulag almenningssamgangna á norðanverðum Vestfjörðum, undirritað af Aðalsteini Óskarssyni, sviðsstjóra á Vestfjarðastofu, dags. 12. desember sl.
Bæjarráði líst vel á framlagt upplegg Vestfjarðastofu um hvernig vinnu við endurskipulagningu almenningssamgangna á norðanverðum Vestfjörðum verði háttað.

4.Against the current - styrkbeiðni - 2018090092

Lagður er fram tölvupóstur Veigu Grétarsdóttur, dags. 22. desember sl., með beiðni um styrk fyrir framleiðslu myndarinnar Against The Current og fræðslu og forvarnir innan sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka og samningi vegna verkefnisins og leggja aftur fyrir bæjarráð.

5.Breytingar á umferðarlögum - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Guðjónsdóttur f.h. Samgöngustofu, dagsettur 16. desember sl., þar sem kynntar eru breytingar á umferðarlögum sem tóku gildi um áramótin.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar og felur nefndinni að skoða breytingarnar m.a. m.t.t. umferðisöryggisáætlunar Ísafjarðarbæjar.

6.Rekstrarstuðningur til upplýsingamiðstöðva 2020 - 2019120070

Lagður fram tölvupóstur Guðnýjar Hrafnkelsdóttur f.h. Ferðamálastofu, dagsettur 18. desember sl., þar sem kynnt er breytt fyrirkomulag á rekstrarstuðningi til upplýsingamiðstöðva.
Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða mun rekstrarstuðningur renna til Upplýsingamiðstöðvar ferðamála sem hefur starfsstöð á Ísafirði.

7.Ferðaþjónusta fatlaðra í Ísafjarðarbæ 2017-2021 - 2017060028

Lagt fram bréf Ólafs Baldurssonar f.h. Olla ehf., dagsett 31. desember sl., þar sem verksamningi ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ er sagt upp.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um í hverju þessar breyttu forsendur felist og frestar erindinu til næsta fundar.

8.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lögð fram fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 13. desember sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 149 - 1912017F

Fundargerð 149. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 17. desember sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 203 - 1912006F

Fundargerð 203. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 18. desember sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 532 - 1912018F

Fundargerð 532. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. desember sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 532 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að nýtingarhlutfall og byggingarreitur verði skilgreind á lóð við Sjávargötu 4, að lokinni deiliskipulagsbreytingu, verður lóðin sett á lóðarlista yfir lausar lóðir.

Fundi slitið - kl. 08:46.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?