Skipulags- og mannvirkjanefnd
Dagskrá
1.Umsókn um lóðir - Tungubraut 2-4-6-8-10 - 2019120023
Ómar Guðmundsson sækir um lóðir við Tungubraut f.h. Hrafnshóls ehf., sótt er um raðhúsalóðir við Tungubraut 2-4-6-8 og 10
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 21. nóvember 2019
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 21. nóvember 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Hrafnshóll ehf. fái raðhúsalóðir við Tungubraut 2-4-6-8 og 10, Ísafiði, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
2.Umsókn um lóð - Mávagarður E - 2019110063
Brynjar Ingason sækir um lóð E við Mávagarð, f.h. Kampa ehf. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 22. nóvember 2019
Umsókn um lóð er synjað með vísan í gr. 1.3 í úthlutunarreglum Ísafjarðabæjar, lóðin hefur ekki verið auglýst til úthlutunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir afstöðu hafnarstjórnar þar sem lóðin er á skilgreindu hafnarsvæði og ætluð til olíudreifingar skv. skipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir afstöðu hafnarstjórnar þar sem lóðin er á skilgreindu hafnarsvæði og ætluð til olíudreifingar skv. skipulagi.
3.Göngustígur í Eyrarhlíð - framkvæmdaleyfi - 2017120019
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 504 var samþykkt framkvæmdarleyfi fyrir stíg frá skíðavegi að gömlu námunni ofan Grænagarðs, um var að ræða 500 m sem er hluti af stærri framkvmd. Hluti framkvæmdar sem er ólokið er stígur úr námu ofan Grænagarðs, út hlíðina ofantil uppfyrir gömlu námuna ofan Engis, með áframaldandi tengingu niður í gamla reitinn og inn á núvrandi stíg.
Fylgigögn eru undirritað erindsbréf Skóræktarfélags Ísafjarðar ásamt uppdráttum frá Verkís nr. C72001A
Fylgigögn eru undirritað erindsbréf Skóræktarfélags Ísafjarðar ásamt uppdráttum frá Verkís nr. C72001A
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis, verkið skal unnið í samráði við Tæknideild Ísafjarðarbæjar.
4.Sjókvíaeldi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði - 2013110015
Lagður fram tölvupóstur Hjartar Methúsalemssonar, f.h. Matvælastofnunar, dagsettur 11. desember sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar ÍS-47 ehf. um rekstrarleyfi fyrir sjókvíeldi í Önundarfirði.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1087. fundi sínum 16. desember sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1087. fundi sínum 16. desember sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 9. desember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál. Umsagnarfrestur er til 10. janúar nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1087. fundi sínum 16. desember sl., og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1087. fundi sínum 16. desember sl., og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd.
6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 14. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál. Umsagnarfrestur er til 5. desember nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1083. fundi sínum 18. nóvember sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1083. fundi sínum 18. nóvember sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugsemd.
7.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008
Kynnt drög að skipulagslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Gögn kynnt.
8.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði á Þingeyri - Sjávargata 4 - 2019100042
Hafnarstjórn tók fyrir eftirfarandi erindi á fundi sínum nr. 208 þann 6. desember sl. Erindi hafði áður verið vísað til hafnarstjórnar af fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 528
Viðar Magnússon sækir um lóð að Sjávargötu 4, Þingeyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 10.10.2019.
Eftirfarandi var bókað: Lóð við Sjávargötu 4 er ekki laus til úthlutunar þar sem lóðin er ekki skilgreind sem byggingarlóð í deiliskipulagi. Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Hafnarstjórnar á breyttri nýtingu lóðarinnar.
Erindi lagt fram. Hafnarstjórn setur sig ekki á móti úthlutun lóðar.
Viðar Magnússon sækir um lóð að Sjávargötu 4, Þingeyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 10.10.2019.
Eftirfarandi var bókað: Lóð við Sjávargötu 4 er ekki laus til úthlutunar þar sem lóðin er ekki skilgreind sem byggingarlóð í deiliskipulagi. Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Hafnarstjórnar á breyttri nýtingu lóðarinnar.
Erindi lagt fram. Hafnarstjórn setur sig ekki á móti úthlutun lóðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að nýtingarhlutfall og byggingarreitur verði skilgreind á lóð við Sjávargötu 4, að lokinni deiliskipulagsbreytingu, verður lóðin sett á lóðarlista yfir lausar lóðir.
9.Náma Dagverðardal Efnistaka og Landmótun - 2019120048
Kynnt gögn er varða efnistöku í Dagverðardal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir nýtingaráætlun vegna námu í Dagverðardal.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?