Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1083. fundur 15. nóvember 2019 kl. 08:05 - 09:19 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Kynnt eru drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans vegna ársins 2020 ásamt drögum að greinargerð.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:05

2.Gjaldskrár - Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttir, bæjarritara, dags. 15. nóvember, um tillögur að breytingum á gjaldskrám Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar gjaldskrám Ísafjarðarbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Vatnsgjald sveitarfélaga - 2019110040

Lagt fram bréf Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar, f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 13. nóvember sl., og minnisblað ráðuneytisins, dagsett 25. október sl., vegna gjaldskráa vatnsveitna sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 8:58.

4.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 13. nóvember sl., með tillögu um að bæjarstjórn samþykki kauptilboð í íbúð 0204 í Sindragötu 4a, Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kauptilboð, dags. 11. nóvember sl., í íbúð 0204 í Sindargötu 4a, Ísafirði.

5.Eignasafn Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. - 2019110042

Lagt er fram minnisblað Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 15. nóvember sl. með upplýsingum um eignasafn Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.
Lagt fram til kynningar.

6.Aflamark Byggðastofnunar á Flateyri - 2018050083

Lagður er fram tölvupóstur Péturs Friðjónssonar, dags. 15. nóvember 2019, þar sem upplýst er að afgreiðslu umsókna um Aflamark Byggðastofnunar á Flateyri var frestað.
Bæjarráð leggur áherslu á að Byggðastofnun fari vel yfir öll gögn umsækjenda og óskar eftir að ítarlegur rökstuðningur fylgi með ákvörðun Byggðastofnunar um úthlutun Aflamarks.

7.Skipulagsbreytingar - Hlíf - 2019080054

Kynnt minnisblað frá Margréti Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 15. nóvember sl., sem varðar skipulagsbreytingar á Hlíf.
Minnisblaðið kynnt bæjarráði.

8.Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 11. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál. Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

9.Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 14. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál. Umsagnarfrestur er til 5. desember nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

10.Frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 14. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál. Umsagnarfrestur er til 3. desember nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í velferðarnefnd.

11.Fræðslunefnd - 411 - 1911006F

Fundargerð 411. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 14. nóvember sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 90 - 1910025F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 12.2 2018010004 Sorpmál 2018 eftirlit GV
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 90 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að sorpgjald verði lækkað og gjaldtaka á sorpi verði tekin upp í Funa og á gámavöllum.

13.Öldungaráð - 11 - 1911009F

Fundargerð 11. fundar öldungaráðs, sem haldinn var 13. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:19.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?