Þakviðgerðir á GÍ og GÖ

Grunnskóli Önundarfjarðar
Grunnskóli Önundarfjarðar

Í sumar verður farið í viðgerðir og endurnýjun á þaki Grunnskólans á Ísafirði og þaki Grunnskóla Önundarfjarðar.

Vinna er þegar hafin við Grunnskólann á Ísafirði en þar snýr verkið að endurnýjun þaks á norðurhlið skólans sem snýr að Austurvegi, í því sem alla jafna er kallað gula húsið. Þar verður þakklæðning og einangrun endurnýjuð og settar nýjar þakáfellur. Þá verða sprungur á útveggjum þéttaðar með inndælingu. Einnig verða steyptir fletir útveggja málaðir. Innanhúss verður einangrun og rakavarnarlag í lofti endurnýjuð og timburklæðning tekin niður úr lofti og sett upp aftur.

Verkið er í höndum Geirnaglans og eru áætluð verklok 30. ágúst.

Í Grunnskóla Önundarfjarðar stendur til að endurnýja þakklæðningu, þakrennur og setja nýjar þakáfellur utanhúss. Innanhúss verður farið í endurnýjun á þakeinangrun.

Verkið er í höndum Vestfirska verktaka og skal vera lokið þann 30. september.