Sala á húsnæði hjúkrunarheimilisins Eyrar undirrituð
22.12.2025
Fréttir
Sigríður Júlía bæjarstjóri og Ómar Tryggvason framkæmdastjóri Innviða fjárfestinga II slhf.
Afsal vegna sölu á fasteigninni sem hýsir hjúkrunarheimilið Eyri var undirritað föstudaginn 19. desember og húsnæðið formlega afhent nýjum eigendum.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri, fór til Reykjavíkur til fundar við kaupendur húsnæðisins, félagið Safnatröð slhf., sem er í eigu innviðasjóðsins Innviðir fjárfestingar II slhf.
Eins og fram hefur komið er kaupverð fasteignarinnar einn milljarður króna. Sala húsnæðisins hefur ekki áhrif á þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilinu, en hún verður áfram alfarið í höndum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, óháð eignarhaldi.
Tengdar fréttir: