Opið hús um skipulag, framkvæmd og stöðu Eyrarkláfs

Opið hús verður haldið um skipulagsbreytingar og framkvæmdir vegna fyrirhugaðs Eyrarkláfs í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, mánudaginn 26. janúar 2026 kl. 17:00 til 19:00.

Dagskrá:

  • Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar, Erla Margrét Gunnarsdóttir, og Íris Stefánsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Eflu, fara yfir þær skipulagstillögur sem eru í kynningu, forsendur þeirra, markmið og tilgang.
  • Úlfur Úlfarsson, forsvarsmaður Eyrarkláfs, kynnir verkefnið og sögu þess.
  • Þorsteinn Másson, fer yfir stöðu verkefnisins.

Fundarstjóri er Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar.

Skipulagstillögur vegna Eyrarkláfs:

Vinnslutillaga deiliskipulagsbreytinga Gleiðarhjalla vegna Eyrarkláfs

Vinnslutillaga nýs deiliskipulags vegna Eyrarkláfs

Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytinga vegna Eyrarkláfs