Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytinga vegna Eyrarkláfs
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, skv. II. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 vegna Eyrarkláfs.
Aðalskipulagsbreytingin er unnin skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat framvkæmda og áætlana nr. 111/2021, uppdráttur dags. 4. júní 2025 og greinargerð, dags. 19. júní 2025 unnin af EFLU.
Breytingin felur í sér að skilgreina nýjan landnotkunarreit fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF1) í og við rætur Eyrarfjalls í stað óbyggðra og opinna svæða, þar sem Eyrarkláfur ehf. áformar að reisa kláf ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Unnið verður deiliskipulag fyrir framkvæmdina samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að skapa skipulagsforsendur til uppbyggingar kláfs í Eyrarfjalli í samræmi við áform framkvæmdaraðila. Tilgangur framkvæmdarinnar er að skapa einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem heimsækja Ísland sem og heimabyggðina sjálfa. Framkvæmdin miðar að því að bjóða upp á aðstöðu til skemmtunar og útsýnis yfir Ísafjörð og nágrenni, ásamt því að þróa svæðið sem útivistar- og afþreyingarsvæði.
Umsagnir og athugasemdir í skipulagsferlinu eru aðgengilegar í gegnum Skipulagsgáttina, mál nr. 170/2025. Hægt er að skila ábendingum við tillögugerðina, rafrænt um gáttina eða til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, skipulag@isafjordur.is, til og með 10. febrúar 2026, þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar.
Vinnslutillagan verður einnig aðgengileg á uppdrætti og greinargerð með forsendum breytinga ásamt umhverfismati, á bæjarskrifstofum Hlíf 1, Torfnesi og hér á vefnum.
Opið hús verður haldið á Edinborgarhúsinu á Ísafirði, mánudaginn 26. janúar 2026 kl. 17:00 til 19:00.
Vakin er athygli á því að aðeins er um að ræða vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi en ekki formlega auglýsingu.
Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar