Opið fyrir umsóknir í vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla Ísafjarðarbæjar sumarið 2025. 

Sækja um

Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára unglinga (8.-10. bekk grunnskóla) og er starfræktur eftirfarandi tímabil í sumar:

  • 8. bekkur vinnur 4 vikur frá 10. júní – 4. júlí
  • 9. bekkur vinnur 5 vikur frá 10. júní – 11. júlí
  • 10. bekkur vinnur 6 vikur frá 10. júní – 18. júlí

Vinnutími eru að jafnaði sex klukkustundir á dag en getur verið breytilegur eftir vinnustað.

Tímakaup 2025:
8. bekkur: 1.029 kr.
9. bekkur: 1.372 kr.
10. bekkur: 1.715 kr.

Verkefni vinnuskólans eru fjölmörg. Nemendur vinnuskólans geta valið á milli ólíkra fyrirtækja, þar mæta þau og sinna þeirri vinnu sem fram fer í tilteknu fyrirtæki, einnig er hægt að velja um að aðstoða á leikjanámskeiðum og ýmsum íþróttaæfingum, á golfvallarsvæði, siglingarnámskeiði eða í leikskóla.

Reynt er að starfrækja skólann í öllum byggðakjörnum eins og hægt er og að haga störfum þannig að flest ungmenni geti unnið nálægt heimili sínu.

Skráning

Forráðamenn skrá unglinginn sinn í vinnuskólann með því að smella á umsóknarhlekkinn hér fyrir neðan. Opnað er fyrir skráningu um miðjan apríl.

Við skráningu þarf nemandi að eiga bankareikning sem stofnaður er á kennitölu hans.

Árið sem unglingur nær 16 ára aldri verður skattskylda eins og hjá fullorðnum. Ráðstöfun persónuafsláttar til vinnuveitanda er á ábyrgð unglingsins. Spurt er um ráðstöfun í umsókn og er sú útfylling gild þar til önnur ráðstöfun berst til launadeildar Ísafjarðarbæjar.

Sækja um

Ef einhver vandæði eru með rafræna umsókn má fylla út umsóknareyðublað og senda á Dagnýju Finnbjörnsdóttur.