Bæjarstjórn samþykkir breytingu á tekjutengdum afslætti af leikskólagjöldum
10.06.2025
Fréttir

Á 554. fundi sínum þann 5. júní 2025 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar breytingu á reglum um tekjutengingu afsláttar af leikskólagjöldum í sveitarfélaginu. Breytingin felst í hækkun á tekjuviðmiðum fyrir afslátt og er markmiðið að auka stuðning við fjölskyldur með lægri tekjur.
Samkvæmt uppfærðum reglum eiga foreldrar eða forráðamenn með mánaðartekjur allt að 795.000 kr. eða árslaun á bilinu 0–9.540.000 kr. rétt á 40% afslætti af leikskólagjöldum. Sótt er um afsláttinn í gegnum þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.