Útisvæði og pottar við sundlaugina á Flateyri opin í sumar

Tekin hefur verið ákvörðun um að á meðan framkvæmdir við þak sundlaugar Flateyrar standa yfir, muni vera hægt að nýta útisvæði og potta að mestu leyti.

Þó munu einhver óþægindi fylgja þessu þar sem aðgengi að pottum frá fataklefum verður ekki í gegnum sundlaugarbygginguna heldur munu sundlaugargestir þurfa að koma inn á pottasvæði að utanverðu.

Opnun tilboða í viðgerð á þaki sundlaugarinnar er 28. maí og munu framkvæmdir hefjast í júní. Áætluð verklok eru 15. september.