Upplýsingar til íbúa vegna fuglaflensu

Nýlega hefur greinst skæð fuglaflensa hér á landi og eru íbúar beðnir um að vera meðvitaðir um þetta. Ef vart verður við veika, ósjálfbjarga fugla er möguleiki á að fuglinn sé veikur vegna smits af fuglaflensuveirunni. Þó litlar líkur séu taldar á smiti yfir í mannfólk eða önnur dýr þá mælir Matvælastofnun með að fyllstu varúðar og smitgátar sé gætt. Ekki skal handleika fugla sem mögulega eru taldir vera smitaðir af fuglaflensu, án tilskilins hlífðarbúnaðar.

Almenningi er því ráðið frá að handleika slíka veika fugla en láta heldur Ísafjarðarbæ vita með því að senda skeyti á postur@isafjordur.is eða hringja í síma 450 8000. Sveitarfélagið grípur þá til viðeigandi ráðstafana í samráði við Matvælastofnun.