Tungumálatöfrar óska eftir námsmanni

Tungumálatöfrar, sumarnámskeið fyrir fjöltyngd börn á Ísafirði, óska eftir námsmanni sem vill sækja um í nýsköpunarsjóð námsmanna til að vinna verkefni með þeim í sumar. Verið er að skoða stöðu verkefnisins, framtíðarmöguleika og samstarfsaðila. Viðkomandi myndi vinna náið með verkefnastýru og stjórn Tungumálatöfra.  Verkefnið hentar vel þeim sem eru í hvers kyns hugvísinda og menningarstjórnunarnámi.

Starfið er háð styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna: https://www.rannis.is/sjodir/menntun/nyskopunarsjodur-namsmanna/

Umsóknarfrestur er til 4. maí 2020, kl. 16:00.

Ef þú hefur áhuga á þessu tækifæri vinsamlegast sendu tölvupóst á: tungumalatofrar@gmail.com.