Truflanir á vatni á Ísafirði og lokað fyrir vatn á Þingeyri

Miðvikudaginn 23. ágúst verður unnið að tengivinnu á Ísafirði og Þingeyri.

Ísafjörður:
Truflun gæti orðið á vatninu í Fjarðarstræti 2-24 á Ísafirði vegna vinnu við að aftengja lagnir sem tilheyrðu gömlu skúrunum.

Þingeyri:
Lokað verður fyrir vatnið í Aðalstræti og Vallargötu á Þingeyri kl. 14-16 vegna tengivinnu.


SMS um vatnslokun hefur verið sent til íbúa í þessum götum í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar.