Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi vegna sjókvíaeldis í Skutulsfirði

Umhverfisstofnun kallar eftir athugasemdum við tillögu að starfsleyfi fyrir Hábrún hf. vegna 700 tonna sjókvíaeldis á regnbogasilungi og þorski í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi. Auglýsing ásamt umsókn rekstraraðila og öðrum umsóknargögnunum verða aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar til 24. ágúst 2019, en þá rennur út frestur til að skila inn athugasemdum.