Tilkynning vegna veðurs og snjóflóðahættu

Bæjarbúar eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu, almannavörnum, Vegagerðinni og veðurstofu í dag, miðvikudaginn 15. janúar, en vegir eru víða lokaðir áfram og búið að rýma fjögur íbúðarhús í Seljalandshverfi vegna snjóflóðahættu. Skólahaldi á Flateyri og Suðureyri hefur verið aflýst í dag og er lágmarksstarfsemi í skólum á Ísafirði. Skólastarf á Þingeyri hefur ekki raskast í dag.

Þar sem aðstæður geta breyst hratt má finna nýjustu tilkynningar á eftirfarandi síðum:

Veðurstofa Íslands

Vegagerðin

Facebooksíða lögreglunnar á Vestfjörðum

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra