Þjónustusamningur um snjómokstur á gangstéttum

Ísafjarðarbær hefur gert samning við Búaðstoð ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á gangstéttum í Skutulsfirði. Samningurinn gildir frá 20. janúar til 15. apríl 2020 og mun verktaki sjá um almennt eftirlit með snjómokstri og hálkuvörnum og haga snjómokstri í samræmi við snjómokstursreglur Ísafjarðarbæjar eða eftir fyrirmælum forstöðumanns þjónustumiðstöðvar.