Þjónustugátt Ísafjarðarbæjar

Íbúar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að nýta sér þjónustugátt Ísafjarðarbæjar. Gáttin er rafrænt svæði sem auðvelt er að nálgast hér á vef sveitarfélagsins, efst í hægra horninu á forsíðunni. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Í þjónustugáttinni geta notendur sótt um ýmsa þjónustu rafrænt og fylgst með afgreiðslu erinda sinna auk þess að skoða yfirlit yfir reikninga, til dæmis vegna fasteignagjalda, leikskólagjalda, heilsdagsskóla og mötuneyta. Gáttin er fyrst og fremst hugsuð fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar en einnig fyrir fólk sem sækir þjónustu eða á í viðskiptum við sveitarfélagið burtséð frá búsetu.

Þjónustugáttin er í stöðugri þróun til að bæta enn frekar rafræna þjónustu við íbúa. Allar ábendingar frá notendum eru vel þegnar, til dæmis ef eitthvað er óljóst eða virkar ekki sem skyldi. Ábendingar má senda beint á upplysingafulltrui@isafjordur.is