Svæðisskipulag Vestfjarða 2026-2050: Vinnslutillaga til kynningar og umsagnar

Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða samþykkti fyrir hönd allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, þann 26. maí 2025 vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050.

Vinnslutillagan byggir á lýsingu svæðisskipulagsins sem kynnt var á samráðsfundum með ibúum á Vestfjörðum vorið 2024. Á grundvelli samráðsins vann svæðisskipulagsnefnd í samvinnu við sveitarfélögin, frumdrög svæðisskipulagsins og birtu þau undir lok sama árs. Í frumdrögum er kynnt sú framtíðarmynd að íbúum á Vestfjörðum fjölgi og verði að lágmarki 11.000 manns árið 2050.

Í vinnslutillögu svæðisskipulagsins er sett fram framtíðarsýn og sameiginleg stefna sveitarfélaga á Vestfjörðum til ársins 2050, með tillögu að leiðarljósum og markmiðum á fimm málefnasviðum:

  • Náttúru og auðlindir
  • Grunnkerfi
  • Samfélagsauð
  • Atvinnu og nýsköpun
  • Menningarauð

Óskað er umsagnar um þessar tillögur og annað efni vinnslutillögunar, til að móta endanlega svæðisskipulagstillögu sem áætlað er að verði sett fram í upphafi árs 2026.

Með vinnslutillögunni fylgja einnig drög að stöðumati tilögunnar þar sem tilgreind eru helstu forsendur skipulagstillögunnar.

Tillagan verður opin til umsagnar í Skipulagsgátt frá 6. júní til og með 20. ágúst 2025.

Nánari upplýsingar um birtingu tillögunnar má einnig finna á vef Vestfjarðastofu.

Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða